Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 8
að vera kröfuhörð við okkur sjálf (kalda sturtu á hverjum morgni). Ef við tækj- um höndum saman og greiddum árs- gjaldið (gott, áfram), þá myndi það gefa útgefendunum meira svigrúm. Svo ættum við auðvitað að vinna ötullega að útbreiðslu blaðsins (hiklaust). — Því stærra upplagi sem blaðið er gefið út í, því ódýrara verður hvert eintak að öðru jöfnu (jafn einfalt og tvisvar tveir). — Gæti sá hagnaður er þar ynnist, komið fram í stækkun blaðsins og yrði það vel þegið (og nú er verið að draga blaðið saman). — Ef við gerum öll skyldur okkar við blaðið, getum við aft- ur á móti krafist þess af útgefendum, að þeir geri allt, sem mögulegt er til þess að blaðið verði sem skemmtilegast aflestrar (semsagt: fiftyfifty). — Væri nú t. d. ekki mögulegt að blaðið birti ennþá meira af danslagatextum, enskum og íslenzkum, ég veit að allir eru mér samamála í því (nema við). Háþór. (Við þökkum gott bréf, og takið nú kristna trú, öll með tölu, hið fyrsta, þ. e. a. s. styðjið Jazzblaðið). DISCS. Ég væri blaðinu mjög þaklc- látur, ef það gæti gefið mér upplýsing- ar um hverjir leika á eftirfarandi plöt- um og hvenær leilcið hefur verið inn á þær: 1. Riff Staccato, Dulce Ellington liljómsv. 2. C Jam blues, Barney Bigard hljómsv. 3. One o’clock jump og Bugle call rag með Metronome all-stars. h. Opus One og Boogie blues Gene Krupa hljómsv. ■ B. G. SVAR: 1. Ray Nanee, Taft Jordan, Rex Stewart, Shelton Hemphill og Cat Anderson trompetar, Joe Nanton, Law- rence Brown og Claude Jones trombón- ar, Jimmy Hamilton, Otto IJardwick, Johnny Hbdges, A1 Sears og Harry Carney saxófónar, Junior Raglin bassi, Ellington píanó, Fred Guy guitar og Sonny Greer trommur. 2. Nance, Ell- ington, Greei', Carney, Jimmy Bryant bassi, Juan Tizol trombón og Barney Bigard klarinet. 3. Harry James, Ziggy Elman, Cootie Williams trompetar, Tommy Dorsey og J. C. Higginbotham trombónar, Benny Goodman klarinet, Toots Mondello og Benny Carter altóar, Coleman Hawkins og Tex Beneke ten- órar, Count Basie píanó, Charlie Christ- ian guitar, Artie Bernstein Bassi og Buddy Rich trommur. Sömu menn í báðum lögunum, sem voru leikin inn 16. jan. 1941, 4. Tony Russo, Don Fager- quist, Joe Triscari og Vincent Hughes trompetar, Leon Cox, Tommy Pederson og Billy Cully trombónar, Adrian Tei, Stewart Olson, Charlie Ventura, Johnny Bothwell og Charlie Kennedy saxófónar, Teddy Napoleon píanó, Edward Yance guitar, Irv Lang bassi, Gene Krupa og Joe Dale trommur (til skiptis) og Anita O’Day söngkona (í síðara laginu). IRENE. Ég óska eftir upplýsingum um, livort nýir guitarar fáist og livað þeir kosta. 2. Mér hefur verið sagt, að gamlir guitarar séu betri, þeir verði hljómmeiri, þegar viðurinn þornar, er þetta rétt? Væri hægt að fá birtan textann við lagið „Goodnight, lrene“, sem Björn R. söng i útvarpið fyrir nolckru. Með fyrirfram þakklæti. J. K. SVAR: Nýir guitarar eru ófáanlegir, en von er á þeim til landsins innan skamms. 2. Ekki hefur tekizt að fá þetta staðfst, en vel má vera að það sé rétt, t. d. eru fiðlur mjög verðmætar, þegar þær eru orðnar gamlar, þ. e. a. s. ef um góða gerð er að ræða. 3. Texta þennan er því miður ekki hægt að birta að sinni. 8 ^azzlUií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.