Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 14
leysis. Við þessu varð hann steinhissa. Síðan sagði hann mér, að sig langaði mikið til að fara til Evrópu, bæði til þess að sjá sig um og spila, „því þó að ég sé fæddur í Rússlandi, þá flutt- ist ég ungur hingað, og er nú búinn að gleyma því ferðalagi, og hvernig um- horfs er á þeim hluta hnattarins". „Hversu lengi hafið þér fengist við hljóðfæraleik?" spurði ég. „Ég byrjaði að spila í menntaskóla, og nú eru yfir 20 ár síðan“. „Þér hafið spilað með mörgum hljóm- sveitum, áður en þér stofnuðuð yðar eigin hljómsveit?“ „Já, ég hef spilað með Dorsey-bræðr- um, Ray Noble, Ben Pollack, Bob Crosby og fleirum". „Hafið þér alltaf spilað þann stíl, sem þér spilið núna?“ „Nei, fyrstu árin spiluðum við „Hot Jazz“, en síðan skiptum við um, og höf- um síðan spilað þennan svokallaða „Sweet style“. „Hvað finnst yður um Bebop?“ „Bebop hefur aldrei orðið mjög al- gengt hér í Bandaríkjunum, og fólkinu líkar það ekki, en mér persónulega líkar það vel eins það er spilað af Gillespie, Kenton og Woody Herman, en sem sagt: Það er að hverfa úr sögunni og Dixie- land jazzinn að taka við, og í þeim flokki finnst mér að Bob Crosby standi fremstur. Annars líkar mér öll dans- músík vel, ef hún er vel spiluð og vel unnin". „Hver er yðar bezta plata?“ spurði ég. „Það mun vera „White Christmas“, sem tekin var upp 1943“. Þar sem hléið var senn búið, stóð ég upp og kvaddi hr. Spivak, og bað hann mig þá að skila kveðju til jazzunnenda á íslandi. tjíúAikþœttir í erlendum útvarpssiöðvum JANÚAR—MARZ BBC 13—16—19—25—31—41—49 mtr. a=15 mínútur, b=30, c=45. Sunnud.: 1400 c Jazzlög (25 m). 2015 c Óskalög Mánud.: 1100 c Leikum lög. 1315 c Nýjar plötur. 1400 a Hljómsveitir. 1430 a Óska- Þriðjud.: 930 b Óskalög 19 m). 1430 a Óskalög. lög. 1545 b Jazzhljómsveit. 1730 b The Music Goes Round. 2215 b Jazzhljómsveit. Miðvikud.: 930 b The Music Goes Round (19 m). 1215 c V. Silvester. 1430 a Óskalög. 2045 a Hljómsveit. 0030 b Tip-top lög (31 m) Fimmtud.: 1045 a Óskalög. 1430 a Óskalög. 1545 b Tip-Top lög. 200 b Jazzhljómsveit (31—49 m). Föstud.: 1430 a Óskalög. 2015 c Leikum lög. 0015 c Leikum lög (31 m). Laugard.: 930 b Óskalög (19 m). 1215 c Óska- lög. 1345 b Looking at Jazz (19 m). 1915 c Músik (VA-25 m). 2100 c V. Silvester. 2215 b Looking at Jazz. Light Programme—247m (1214 kc/s) og 1500m (200 kc/s). 810—900 (Mán.—Lau.) Létt lög. 1700 (Lau.) Jazz, b eða c. 2120—2200 (Mán.—Föst.) og 2115—2256 (LaU.) Hljómsveitir. „Midnigtli in Munich“ kl. 2205.—2300 (Mán., Mið. & Fös.) 312 m (962 kc/s). 100 kW. BFN í Hamborg 247 m. sama Light Programme. AFN i Munich 271 m (1106 kc/s) 50 kw. Opið til kl. 10 á kvöldin. Danslögin Vegir ástarinnar Og Litla stúlkan mín sem Haukur Morthens hefur kynnt. Fást í hljóðfæraverzlunum. ÚTGEFANDI 14 jaizLUlt

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.