Jazzblaðið - 01.09.1951, Page 15

Jazzblaðið - 01.09.1951, Page 15
Björn R. Einarsson hefur verið með átta manna hljómsveit sína á dansleikja- og hljómleikaferðalagi mestan hluta sum- arsins. Fyrri hluta sumars fóru þeir vest- ur á firði og léku þar við góðar undirtekt- ir, en ekki of mikla aðsókn, sem mun vera af því, að á stöðum þeim er þeir léku eru það fáir búsettir, að varla hefði svarað kostnaði að koma þangað. Hins vegar var mun meiri aðsókn að dansleikjum hljóm- sveitarinnar í norður og austur ferðinni. Var hljómsveitin í þeirri ferð í tæpan mán- uð. Einnig hefur hljómsveitin haldið dans- lciki í nágrannabæjunum hér sunnanlands við hinar beztu undirtektir. Leikur hljómsveitarinnar er áreiðanlega sá allra bezti sem heyrzt hefur hjá hér- lendri danshljómsveit. Björn hefur gert mikið af því að syngja með hljómsveitinni í sumar og hefur það líkað vel, honum hefur farið mjög mikið fram og syngur hann af mikilli smekkvísi. -Ennfremur er söngkvartett innan hljómsveitarinnar, sem syngur nokkur lög' á hverjum dansleik og gera þeir þessum fáu lögum sínum prýði- leg' skil. í hljómsveitinni leika eftirfarandi menn (sjá myndina, talið frá vinstri) : Jón Sig- urðsson bassi, Gunnar Ormslev tenór, Guð- mundur R. Einarsson trommur, Vilhjálmur Guðjónsson altó, Jón Sigurðsson tvompet, Gunnar Egilson altó, Björn R. Einarsson trombón og Magnús Pétursson píanó. — (Saxófónleikararnir leika jafnframt állir á klarinet og eins leikur Björn á harmon- iku). Myndin til hægri var tekin af Pétri Thompsen á hljómsveitarpallinum í Lista- mannaskálanum, myndskreytingin bak við hljómsveitina er gerð af Árna Elfar, sem áður lék á píanó hjá Birni. $a:zt,LM 15

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.