Jazzblaðið - 01.12.1951, Side 11

Jazzblaðið - 01.12.1951, Side 11
session þeir, er Jazzblaðið gekkst lengi vel fyrir og eins hefur hann komið fram í tríói með Ólafi Gauk og Kristjáni Magnússyni. Jón hefur síðastliðin tvö ár verið fremstur á bassa í kosningum Jazzblaðs- ins og ber öllum saman um, að sæti það hefur hann fyllilega átt skilið. Hann er orðinn mjög öruggur basaleikari, hefur mikla tækni og fallegan og hreinan tón. Þetta er annar veturinn, sem hann leikur með symfóníuhljómsveitinni og stendur hann sig mjög vel þar, engu að síður en í jazzinum. Jón segist hafa læi't mikið af þýzka bassaleikai’anum, Ei-win Köppen, sem leikur með symfóníuhljómsveitinni, auk þess, sem hann hefur notið tilsagnar hjá þeim Einari B. Waage og Morávek eins og áður hefur verið vikið að. Þar sem Jón er þegar farinn að leika talsvert klassiska músík, spurði ég hann hvort hann hefði í huga að leggja stund á hana eingöngu, er fram líða stundir. Hann taldi öll tormerki á því. „Maður verður að fást við hvort tveggja", sagði hann, „því að maður lifir ekki á því, að hugsa bara um ann- að“. Svo stanzaði hann aðeins, hugsaði sig um augnablik, og bætti svo við: „En hver er í stuði, þegar hann leikur klassík?" S. G. SagÉ í Jazzlilaðinn „Harmonika með klarineti, píanói, guitar og vibrafón gefur hljómsveitinni svo allt annan blæ, að mér finnst hún nauðsynlega verða að vera með“. Gunnar Egilson, 7.—8. tbl. ’50. „Sem jazz-hljóðfæraleikari á Vilhjálmur Guðjónsson fáa jafningja hér á landi, enda prýða hann allir kostir góðs hljóðfæraleik- ara, mikil tækni á hljóðfærið og frábær GEORGE SHEARING hefur verið mest umtalaði jazzleikari Bandaríkjanna síðastiiðinn þrjú ár, eða allt frá því að kvintett hans tók að vekja athygli. Síðan hefur George veriö einn vinsælasti píanóleikarinn þar og kvintettinn vinsælasta litla hljómsveitin. — Kvintettinn var fyrst skipaður þeim George á píanó, Marjorie Hyams, vibra- fón; Chuck Wayne guitar; John Levy, bassi, og Denzil Best, trommur. Litlar sem engar breytingar hafa orðið á hljómsveitinni. Þeir Best og Wayne leika enn með. Marjorie hætti eftir ár og tók Don Elliot sæti hennar. Nú hefur Elliot aftur á móti nýlega hætt og tók Jo Roland sæti hans. Roland er mjög góð- ur vibrafónleikari. A1 McKibbon bassa- leikari hefur nýlega tekið sæti Levy. — Hljómsveitin hefur leikið inn á mjög margar plötur og hafa flestar þeirra komiö hingað til lands. — Þeir, sem vildu afla sér nánari upplýsinga um George Shearing og kvintett hans, geta flett upp í ágúst-september hefti 1949 af Jazzbalðinu, en þar er mjög ýtarleg grein um hann. tónn, auk hinna miklu hljómlistahæfileika hans“ . Hallur Símonarson, 2.—3. tbl. '49. „Jóhaiines E,gg-ertsson hefur rutt hér brautina fyrir íslenzka trommuleikara. — Hann er fyrstí trommuleikarinn sem gerði í eitthvað í áttina að leika jazzmúsik". Svavar Gests, 7.—8. tbl. ’50. #azzLUií 11

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.