Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 32

Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 32
dauðdagi. Ég gat aðeins notað málm- strengi á fiðluna mína, og bogahárin héldu ekki myrrunni. Hljóðfærin voru rök, og píanóborðið hált. Oft urðum við að spila eftir minni, því að svitinn rann í svo stríðum straumum niður í augun, að við blinduðumst. Farþegarnir móktu í stólunum og sötr- uðu drykki sína, og óskuðu sér, að þeir væru anað hvort dauðir eða komnir til Alaska. Enginn þeirra hafði minns'tu íöngun til að hlusta á músikina, svo að við tókum langar hvíldir á milli laga og 'stóðum út við borðstokkinn. Þar var helzt von um svala. Langt í fjarska sá- um við Siaifjallið bera við bleikan him- ininn. Petro kom með þá snjöllu ályktun, að eiginlega væri upplagt að skrásetja skipið skipið hjá stjórninni í helvíti og hafa það í flutningum á glötuðum sál- um. Hin lamandi kyrrð var rofin af öskri skipstjórans. Hann hafði læðzt að okkur í myrkrinu, og spurði því í fjand- anum við værum ekki að spila. Artie benti honum á, að það síðasta, sem far- þegarnir æsktu, væri músik. „Og hvað heldurðu annars að þeir vilji ?“ spurði skipstjórinn hranalega. „Ókeypis vín með nógu af ís“, svaraði Artie. Skipstjórinn var lítið hrifinn af þessu svari. „Bannsettir Ameríkanarnir", sagði hann með fyrirlitningu, „það eina, sem þeir vilja er vín og mejra vín“. Þegar hér var komið sögu, fór Artie að vérja heiður lands síns af ákafa. Úr þessu varð háarifrildi, sem endaði með því, að skipstjórinn skipaði Artie að halda kjafti og byrja að vinna. Frá þeirri stundu ríkti styrjaldarástand milli skipstjórans og hljómsveitarinnar. — í Colmbo stigu „Hinir Fimm Ferr- aris“ á skipsfjöl. Þetta var fjölleikafólk af ítölskum ættum, sem kaus heldur að sýrtá listir sínar í Bombay og nágrenni, heldur en í borgum EvrópU, þar sem kröfúrnar eru harðari. Hinir fimm Ferraris saman stóðu af einum hjónum, tveirii sonum þeírtra og einni dóttur, Luciu, sem var 17 ára gömul, ljóshærð og fögur. Fólk þetta æfði listir sínar hverri morgun á afturþilfarinu, og var þá klætt í svarta kirtla. Komu þá marg- ir af fárþegunum og áhöfninni til að sjá þau, og þá einkum Luciu. Var hún hrífandi fögur í svörtum kirtlinum, sem féll þétt að líkamanum. Þriðja morgun- inn kom loftskeytamaðurinn Lavallere niður til að sjá þau. Hann var ungur og myndarlegur maður, en feiminn og hlé- drægur. — Hann sá Luciu og varð ást- fanginn við fyrstu sýn. En sökum hlé- drægni Lavellere hefði þetta hugar- ástand hans aldrei orðið neinum kunn- ugt, ef Artie hefði ekki af tilviljun kom- izt að því, að skipstjórinn hafði áminnt hann harðlega fyrir að undirrita þrjú skeyti „Lucia“. —* „Hann er gjörbreytt- ur“, sagði Artie. „Þarna situr hann tím- unum saman uppi í klefanum og fingur hans morsa óafvitandi: Lucia, Lucia. Mér finnst, að við ættum að hjálpa pilt- inum. Hann er of feiminn til að tala við hana sjálfur. Á hverju kvöldi kom Lavellere niður, settist einn út í horn og horfði á Lueiu dansa við ensku skrif- stofumennina. Hann bauð henni aldrei upp í dans. Hann sagðist ekki kunna þessa nýju dansa, aðeins vals. Og hann hafði heyrt marga segja, að Lucia hat- aði vals. Hann sat þarna bara og starði á hana. „Það sker mig í hjartað að horfa á hann“, sagði Artie. „Hann leggur af með hverri stund, sem líður. — Hann mundi ábyggilega morsa Luciu í stað S 0 S, ef slys bæri að höndum. Og ég er viss um að Luciu geðjast að honum. í gærkveldi sá ég hana brosa til hans um leið og hún dansaði fram hjá honum“. Kvöldið áður en við komum til Saigon, þar sem flestir farþeganna fóru í land, var haldinn konsert, og á eftir annaðist Lucia hina venjulegu peningasöfnun fyr- ir hljómsveitina. Við horfðum á hana ganga á milli farþeganna. Hún hélt þeg- ar á þykku búnti af seðlum í hendinni. Eftir söfnunina spiluðum við dans- músik. Lavallere sat einn við borð sitt í horninu, eins og venjulega. Allt í einu stóð Artie upp. „Herrar mínir og döm- ur“, sagði hann, „næst spilum við Sögur úr Vínarskógi. Þessi dans er eingöngú fyrir ungfrú Ferrari og hr. Lavellere". Fólkið klappaði, og við byrjuðum að spila. Lavellere virtist lítið eitt ruglað- ur. Petro gekk niður á dansgólfið og til Luciu og leiddi hana virðulega að borði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.