Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 35

Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 35
sambandi. Þau koma og fara. Það sem er gott í dag, verður ef til vill gleymt eftir þrjár vikur. En ég vil ekki láta hjá líða, að geta þess, að ég dáist að því hvað hljómsveitirnar hér á landi eru fljótar að taka til við þessi lög. Flest eru þau að sjálfsögðu upprunnin í Bandaríkjunum, en fara því næst „að ganga“ í Englandi og þá anars staðar í Evrópu. Hér fara þau aftur á móti oft „að ganga“ áður en þau berast til Englands. Mörg dæmi eru til þess. Nú síðast „Too young“, sem hefur verið leikið af allflestum hljómsveitunum hér síðan í september, en er fyrir örstuttu „farið að ganga“ í Englandi og annars staðar í Evrópu og verður sennilega loks- ins komið „á toppinn" þar, þegar það er hætt að ganga hér“. Hvernig finnst þér afstaða hljóðfæra- leikaranna hér vera til dægurlaganna, þegar þú syngur með hljómsveitunum? Við vitum báðir, að flestir þeirra eru eld- heitir jazzunnendur. „Það er gaman að bera það saman nú og fyrir fimm árum“, sagði Haukur, „þegar ég var að byrja. Þá töluðu þeir með fyrirlitningu um dægurlögin og spurðu hvernig á því stæði, að maður legði sig niður við slíka músík. Nú er þetta breytt. Ég held, að hver einasti þessara sömu manna sjái, að það er fyrst og fremst vilji fólksins, sem ræð- ur. Ef fólk biður um „Mona Lisa“, þá þýðir ekki að spila „Tiger rag“. Dægur- lögin eru alls ráðandi 1 dansmúsikinni. Jazzinn á þar miklu minni rétt á sér. Hann nýtur sín alls ekki nema maður leggi sig niður við að hlusta á hann, og fæstir koma á dansleik til að hlusta, þeir vilja dansa og dansa þá eftir góðum danslögum". Hvaða álit hefur þú annars á jazzin- um? „Mér finnst hann mjög skemmtilegur. Er í jazzklúbbnum eins og þú veizt, hlusta á jazzþáttinn o. s. frv., o. s. frv. Það er ekkert eins skemmtilegt og að hlusta á góða jazzplötu. Það getur hver einasti maður gert, hvort sem hann syngur dægurlög eða keyrir vörubíl. — Jazzinn er fyrir alla, sem vilja leggja það á sig að hlusta á hann. Og þegar þeir einu sinni hafa byrjað, þá er tóm- stundum þeirra borgið það, sem eftir er“. Hvað er annars með framtíðina? spurði ég Hauk að lokum. „Þessu get ég varla svarað. Skemm- analíf er með minna móti en verið hefur mörg undanfarin ár, og eftir því sem ég bezt veit, fyrirsjáanlegt atvinnuleysi hjá nokkrum hljóðfæraleikurum, hvað þá heldur hjá þeim, sem syngja með hljóm- sveitum. Ef til vill reynir maður að koma sér eitthvað út. Hvert er ekki gott að segja. Það er sama hvert maður snýr sér, alls staðar þarf að klýfa þrítugan hamarinn, því að dægurlagasöngvarar eru alls staðar og þar af leiðandi erfitt fyrir óþekktan útlending að komast að“. Áður en ég sló botninn í þetta, bað Haukur mig að færa öllum þeim mörgu er hlustað hafa á hann, sínar beztu kveðjur að ógleymdu þakklæti til hinna ótalmörgu úti á landi fyrir góðar mót- tökur, þegar hann hefur komið þangað til að syngja. S. G. ÓSKAR SÓLBERGS feldslceri ■ Laugavegi 3 $aziLLM 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.