Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 21

Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 21
Afríkönsk áhrif hafa lengi verið mikil þar og kom það greinilega fram. Það bar meira á breytilegum hrynjanda og villtum tónblæ. Márablóðið sagði til sín í túlkun og tilfinningum. Eins og það er hæpið að reyna að út- skýra til hlýtar jazzinn með orðum ein- um, sama má segja um þessa frumlegu gömlu spönsku tónlist. Það verður að hlusta. Ef þið eigið útvarpstæki, reynið eitthvert kvöldið að stilla inn á Madrid, Tanger eða Andorra og verið heppin með að finna spánskan mansöng. Kannske dettur ykkur í hug, að stúlkan sé að syngja um manninn, sem hún elskaði og kom aldrei aftur eða máske dettur ykkur í hug, að hún voni enn, að hann komi. Ef ykkur finnst þetta bara hundleiðin- legt garg, næstum eins og Arabamúsik, þarf að hlusta enn. Það er einkennilegt, en ef maður á annað borð er farinn að hafa gaman af jazz, ef maður skilur hann eitthvað, þá getur verið gaman að hlusta svo tímum skiptir. Sama er að segja um mansöng- inn. Það er hægt að hlusta endalaust næstum því — ef maður skilur, eða — nei, það er ekkert eða. Annars kom eitt sinn fyrir skemmti- legt atvik í Valencia. Ekki að ég hitti þar senjorítu eða því um líkt. Það var annað kvöld. Þetta kvöld var ég staddur á litlum bar nálægt höfninni. Feit kerl- ingarbryðja gekk um beina, en gestirnir voru flestir sjómenn og konur. Það má ekki gleyma gamla Norðmanninum, sem þarna hafði átt heimili í tuttugu og sjö ár. En þá giftist hann þeirri spönsku, sem átti barinn til þess að geta verið rakur það sem eftir var æfinnar með litlum tilkostnaði, en það er önnur saga. Þarna var engin músík. Skyndilega komu inn tveir tötralegir náungar og var annar með snjáðan gamlan gítar undir hendinni. Þeir voru auðsjáanlega ekki öruggir gagnvart bryðjunni svörtu og grimmilegu, því að þeir litu til hennar óttaslegnu augna- ráði. Ég skoðaði gítarinn og undraðist hljómdýpt hans, því að hann virtist vera svo lítill og ómerkilegur. Ég bað hinn spánska að spila. — Manuelo, útlendi herrann óskar að við leikum, sagði gítarleikarinn. Manuelo var með fiðlukassa undir hendinni. Lýð- urinn í kring heimtaði dægurlag og þeir léku umyrðalaust, eins og grammofón- plata. Fljótt fór mér að leiðast það og kallaði: —• Música espagnola. Þá tók við annað og skemtilegra. — Spánskir dansar og þjóðlög leikin af list og snilli, og við steingleymdum stund og stað við að hlusta og sjá beinaberar hendur gítaristans handleika hljóðfærið og hljómfegurð þess var dapurleg og seiðandi, en tónar fiðlunnar óvenju hreinir og djúpir. Þetta var múisica espagnola. eins og ég hafði beðið um. Ég fékk að skoða hljóðfærin að loknum leik þeirra. — Hva’ það er ekkert merki á þessum gítar? Ég er búinn að reyna að ná í góð- an spánskan gítar lengi hér, en hefur aldrei tekizt það, sagði ég. — Þarna, benti gítaristinn, sjáðu: Inni í gítarnum var snjáður hand- skrifaður miði. — Átti heima í Madrid. Löngu dauð- ur. Hann átti við gítarsmiðinn. — Er fiðlan líka spönsk? — Nei, ítölsk. Frá Cremona. Mjög gömul. Pabbi átti hana, en fékk hana, þegar afi dó. Eg skildi. Gamall ættargripur. Manuelo Cortes og Fransisco Martinez léku meira. Þeir voru fátækir farand- leikarar frá San Cristo í Granada. — Framhald á bls. 25. \azzltaÍi& 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.