Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 20

Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 20
og þjóðdansar eru víða hið eina, sem er haft til skemmtunar í næturklúbbum jafnt sem annars staðar. Um spánska dansmúsik, sem náð hefur útbreiðslu í öðrum löndum, tango o. s. frv. þarf ekki að fjölyrða, því að sú músik er öllum að góðu kunn. Þess í stað er bezt að reyna að gera nokkra grein fyrir la canción (frb. kanþjon), hinum eiginlega spánska söngdansi eða þjóð- lagi. Ég þekki ekkert íslenzkt orð, sem nær hugtakinu fyllilega, en nota þess í stað orðið mansöngur, sem mér finnst geta komið að nokkru í stað hins spánska heitis. Mansöngur er afar fjölbreytt og sér- kennileg tegund tónlistar, en það getur verið skemmtilegt að bera hana saman við hina upprunalegu jazzmúsik, blues. Textinn er oftast um sorg og gleði, ást og hatur, tryggð og svik, en getur einnig verið hetjuljóð. Flestir textarnir eru ævagamlir og geta oft farið inn á ýms svið önnur en þau, er hér eru nefnd, þótt þau séu hins vegar algengust. Mansöngur og jazz eiga það sameigin- legt, eða áttu, að mjög var algengt að sá, sem söng impróviseraði textann og lagið. Það var talið til gildis og' talið sjálfsagt, þegar söngvarinn, hvort sem hann var 'stigamannaforingi eða farand- leikari, semdi textann jafnóðum og hann söng. Mansöngur getur því um leið verið frumsamin ljóð og í spönskum þjóðsög- um er hans afar oft getið og gamlar kviður og Ijóð af slíkum uppruna eiga Spánverjar í ríkum mæli eftir óþekkta höfunda. En það er ekki bara sungið. Það er leikið á gítar líka og gítarinn spánski er út af fyrir sig óviðjafnan- legur og sígildur, enda þjóðarhljóðfæri þeirra. Þessum ólíku tegundum tónlistar er það einnig sameiginlegt, að þar kemur fram líf og sál þeirra, sem flytja. Ef ekki væri sungið af ríkri tilfinningu og djúpstæðri list, væri mansöngurinn (og/eða jazzinn) garg eitt og án til- gangs. Það þarf einnig að hlusta vel og hlusta oft til að njóta þessarar listar, því þessi söngur, eins og blues, er byggður upp á frumlegri og meðfæddri hneigð til tóntúlkunar. — Langskóla músík- menntun er óþörf, því að annað hvort er hæfileikinn meðfæddur eða ekki. Sennilega mun flestum ókunnugum finnast þessi spánska alþýðutónlist fá- ránleg í fyrstu. Svo fannst mér að minnsta kosti áður en ég hafði komið til Spánar. Það hefur einnig mjög mikil áhrif og gerir mansönginn auðskildari, að sjá þann sem syngur og dansar, því það fylgist afar oft að. Það er ekki nauð- synlegt að skilja spönsku, einungis ef hægt er að fylgjast með svipbrigðunum í sjón og — vera helzt í spönsku um- hverfi. Stúlkurnar spönsku, senjoríturn- ar, eru oft fallegar og svipbrigðaríkar og meðan millispil er leikið í trylltum tempo, dansa þær af list eftir hljóm- fallinu. Skyndilega þagnar músikin, snar- stanzar, og senjorítan líka, en hefur síð- an sönginn á ný með seiðmögnuðu hrynj- andi tónfalli og hljómsveit eða bara gítarleikari spilar undir. Hinn sérkenni- legi hrynjandi, sem alltaf einkennir mansönginn er svo margbreytilegur, að sennilega getur mannsröddin ein náð honum fyllilega. Eitt kvöld í Valencia hlustaði ég á meira en tíu söng- og danskonur í næt- urklúbb þar í borg. Þæru voru víðsvegar að frá Spáni og mátti greinilega gera mun á, jafnvel heyra úr hvaða lands- hluta þær voru. Þær Castiljönsku, ffá Madrid, Mið- og Norður-Spáni sungu af þungri alvöru og dönsuðu ofast á milli Ijóðanna. Söngur þeirra var fastmótaðri og ólíkur söng hinna, sem voru frá Andalúsíu og Granada á Suður-Spáni. 20 flazzKaU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.