Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 37

Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 37
tnest umtalaði jazzleikari í Bandaríkjunum um þessar mundir. Plötur, sem hann lék inn á með hljómsveit sinni í Boston seljast óvenjulega vel og þykja mjög góðar. Hljóm- sveit hans var að nokkru leyti áhugamannahljómsveit, því að þeir spiluðu lítið sem ekkert opinberlega. EVRÓPA f MEZZ MEZZROW klarl- netleikari hefur leikið i París undanfarnar vikur. Til mála hefur komið, að hann fái trommuleikarann Zutty Single- ton og trompetleikarann Lee Collins frá Bandaríkjunum til að leika með sér. f ALAN DEAN, vinsœlasti dœgurlagasöngvari Englands er nýfarinn til Bandarikjanna. í ráði er, að hann komi fram í sjónvarpi og eins á nœtur- klubhum. t JAZZ JAMBOREE, það þrettánda í röðinni, var hald- lð I London í miðjum október. Allar fremstu og þekktustu hljómsveitir Englands léku þar. Og segir Steve Race, gagn- rýnandi Melody Maker, að hljómsveit trommuleikarans Jack Parnell hafi staðið sig bezt. f HLJ ÓMSVEITARKEPPNI þeirri, er fram fer í Englandi árlega meðal áhugamanna hljómsveita er nýlega lokið. — Hljómsveit sú, sem sigraðl, var undir stjórn Arthur Row- berry. Trompetleikari hljóm- sveitarinnar, Harry Smart, var kosinn Bezti hljóðfœraleikar- inn. — Hljómsveit þessi hlaut einnig fyrstu verðlaun i fyrra og hefur hún haft það mikið að gera, að eftir úrslftahljóm- leikana, ákváðu þeir að ger- ast atvinnuhljómsveit. f LEE KONITZ altósaxó- fónleikari og Tyree Glemi trombón og- vibrafónleikari, komu til Svíþjóðar 19. nóvem- ber, þar sem þeir munu leika i nokkra daga á hljómleikum víða um landið, með aðstoð sænskra hljómsveita. f PUTTE WICKMAN hefur nýlega skipt um bassaleikara i sextett sínum. Hasse Burman tók sæti Roland Bengtsson. f ÁKE PERSSON, ungur sænskur trombónleikari, sem var uppgötvaður fyrir nokkr- um mánuðum, er um þessar mundir athyglisverðasti jazz- leikari Svía. Þeir amerískir jazzleikarar, sem hafa ferðazt i Svíþjóð undanfarna mánuði, telja Áke vera mjög færan. — — Babs Conzales söngvarinn bandaríski, segir Áke koma næst þeim J. J. Johnson og Benny Green, en það eru sem kunnugt er, fremstu Bop- trombónleikarar USA. INNLENT. / HAUKUR GÍSLASON út- sölumaður Jazzblaðsins í Vest- mannaeyjum hefur dvalið í Reykjavík i nokkrar vikur og numið klarinetleik hjá Gunn- ari Egilson. Sigurður Þórarins- son trommuleikari hefur gegnt starfi Hauks sem útsölumaður blaðsins á meðan. Sigurður sendi blaðinu fréttabréf frá Eyjum fyrir nokkru. Segir hann þar m. a„ að góðkunn- ingi okkar Höskuldur Þórhalls- son æfi nú trompet af miklu kappi og yfirleitt æfi þeir reykvisku hljóðfæraleikarar, sem nú leika í Eyjum, allir af miklu kappi og megi þeir, sem í höfuöborginnl sitja vara sig á þessum köppum, þegar þeir koma aftur úr víkingi. f BJÖRN R. EINARSSON er nú farinn að leika í sam- komuhúsinu Röðli við Lauga- veg, en þar eru skemmtanir haldnar á vegum SGT. — Hljómsveitin er skipuð sex mönnum, hinum sömu og léku með Birni innan um skepnur og útlendinga í Skerjafirði fyrir nokkru, og þá á vegum SIBS. f GUÐNI GUÐNÁSON har- moniku- og píanóleikari er farinn að leika með hljómsveit Haraldar Guðmundssonar í Café Stjörnunni í Vestmanna- eyjum. Tók hann sæti Árna Elfar píanóleikaraa. _ J* AÐALFUNDUR Jazzklúbbs íslands var haldinn 26. nóv. síðastl. Stjórnarkjör fór fram á fundinum og voru eftirfar- andi kosnir: Svavar Gests form., Ólafur Jónsson gjald- keri, Örn Ævar Markússon ritari, Asdis Alexandersdóttir og Gísli Jakobsson meðstjórn- endur. Varamenn: Einar Jóns- son og Kristján Kristjánsson. — Kosinn var ennfremur fé- hirðir, er verður gjaldkera til aðstoðar við innheimtu félagS- gjalda o. fl„ og hlaut Runólfur Ólafsson kosningu. Endurskoð- endur voru kosnir Björn R. Einarsson og Helgi Helgason. — Einhugur ríkti á fundinum um starfsemi klúbbsins og komu margar uppástungur fram, um að gera hana enn fjölbreyttari. / PÉTUR URBANCIC bassa- leikari leikur nú með hljóm- sveit Þórarins Óskarssonar í Listamannaskálanum tvö til þrjú kvöld í viku (á laugard. er hann í Gúttó). Pétur tók sæti Guðna Guðnasonar, sem fór til Vestm..eyja rétt áður en Þórarinn og hljómsveitín byrjuðu í Listamannaskálah- um. Fór Guðni til að leysa Höskuld Stefánsson af hólmi í tvær vikur, þar sem Hösk- uldur þurfti að leita sér lækn- inga. f ÞÓRÐUR FINNBJÖRNS- SON og KRISTJÁN JÓNSSON útsölumenn Jazzblaðsins á ísa- firði hafa sent blaðinu stutt fréttabréf, þar sem þeir færa þær fréttir að hljómsveit sú, er leikið hefur að Uppsölum sé nú farin að leika í Alþýðu- húsinu. í hljómsveitinni eru Vilberg Vilbergsson, tenór-sax„ (hann er bróður G. Vilbergss. tromptl.), Haukur Sigurðsson trompet; Finnbj. Finnbjörns- son, pianó (hann og Þórður eru bræður Guðm. Finnbjörns- sonar altó- og \ fiðluleikara). Fjói'ði maður hljömsveitarinn- ar er Erich Hubner, sem leikur á trommur: — Flmmti maður- inn mun ef til'ij vill bætast í hljómsveitina bráðlega. Heitir hann Hörður Þorsteinsson og leikur á altó. • Hljómsveitin leikur talsvert útsett, m. a. út- setningar frá Ófafi Gauk. — Tvær aðrar hljömsveitir eru einnig á ísafirði og leika þær báðar gönilú dahsana. — Þeir Þórður ög Kristján leika •ásamtt tveimur öðrum ungum piltum í hljómsveit' í Gagn- fræðaskólanum. Hljóðfæra- skipuner: trompet, harmopika, píanó og trommur. jazzLUií 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.