Jazzblaðið - 01.06.1952, Page 8

Jazzblaðið - 01.06.1952, Page 8
Svavar Gests skrifar iwi ELDRIDCE A F hinum stóra hóp snillinganna er skapazt hafa með jazzinum eru allt- af nokkrir, er ekki ná hinni sömu frægð og vinsældum og margir aðrir, sem ef til vill eiga það síður skilið. Þegar við ræðum um fræga jazzleikara þá vitum við alltaf um aðra, sem standa þeim miklu framar hvað getu snertir en hafa ýmissa hluta vegna orðið útundan hvað frægðina snertir. Einn þessara manna er trompetleikarinn Roy Eldridge. Roy hefur flækzt á milli hljómsveita, ef svo má segja, spilað beggja vegna Atlantshafsins, reynt með eigin hljóm- sveit oftar en einu sinni. En samt er það svo, að það er mjög takmarkaður hópur fólks, þ. e. a. s. þess fólks, er leggur eyrun að jazzmúsík, sem veit hver Roy Eldridge er. Og miklu færri eru þeir, sem vita að Roy Eldridge er, og hefur í mörg undanfarin ár verið fremsti trompetleikari jazz- ins. — Auðvitað man ég eftir mönnum eins og Louis Armstrong, Berigan, Gillespie, McGee, Davis og mörg- um fleirum. Armstrong einn ætti að nægja, en hann er engan veginn jafn snjall trompetleikari og Eld- ridge. Armstrong skilur ef til vill meira eftir í hugum fólks, en það á hann alveg eins söng sínum að þakka. Hinir eru menn, sem koma og fara. — Eru í nokkur ár miklu ofar á blaði en Eldridge, en hrapa svo aftur og Eldridge stendur einn eftir. — Roy Eldridge eða „Little Jazz“ eins og hann oft er kallaður, fæddist í borg- inni Pennsylvanía árið 1911. — Strax að loknu gagnfræðaprófi réðst hann til umferðarleikflokks, þar sem hann lék bæði á trompet og trommur í lúðrasveit þeirri, er ]ék við sýningarnar. En hann er nokkurn veginn jafnvígur á bæði hljðfærin. Hann lék m. a. á trommurnar í Gene Krupa hljómsveitinni, meðan Krupa stjórnaði hljómsveitinni. Roy var aðeins 17 ára, þegar hann fékk stöðu í einhverri fremstu jazzhljómsveit þeirra tíma, hljómsveit Horace (bróðir Fletcher) Henderson og lék hann þar við hliðina á frægustu jazzleikurum þeirra tíma og gaf þeim ekkert eftir. Hann lék með Horace í tæpt ár og fór síðan úr einni frægri nljómsveitinni í aðra, sem ástæðulaust er upp að telja. 8 fazzlUií

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.