Jazzblaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 4
„The first Lady of Song“ Ella Fitzgera eftir Andrew E. Salmieri Ella Fitzgerald er ein af þeim fáu stjörnum, sem skinið hafa skærast á himni jazzins á síðastliðnum tveim ára- tugum, er skín jafn skært nú sem fyrir 10—15 árum. Sumir segja, að hún sé jafnvel stórkostlegri en nokkru sinni áður og setja hana á bekk með Bessie Smith og Ma Rainey. Þeir, sem hafa verið svo lánssamir að hafa getað fylgzt með söngferli hennar, telja hana mestu jazzsöngkonu, sem nokkurn tíma hefur komið fram. Vinsældir Ellu urðu ekki á einni nóttu. Þær eru árangur af þrotlausri baráttu gegn næstum óyfirstíganlegum örðugleikum. Ella er fædd í Newport News í Virginíafylki um 1918. For- eldrar Ellu dóu, þegar hún var mjög ung, svo að hún ólst upp á munaðar- leysingjahæli. Sextán ára gömul yfir- gaf hún hælið, sem hún fyrirleit af öllu hjarta, og freistaði gæfunnar í sam. keppni, sem var vinsæl skemmtun um þær mundir. Það vildi svo til, að Chick heitinn Webb hljómsveitarstjóri, var viðstaddur kvöld eitt, er slík samkeppni fór fram. Hann sá hve miklum söng- hæfileikum Ella var búin, enda þótt hún væri hrópuð niður af áhorfendum, sök- um taugaóstyrks hennar. Webb vissi ekki, að hún var munaðarlaus, en þegar er hann komst að því, ættleiddu Webb- hjónin Ellu, sem var þá nýorðin 17 ára. Eftir að Webb hafði leiðbeint henni svo mánuðum skipti, t. d. hvernig ætti að haga sér á sviði, rann hið stóra augnablik upp. Ella átti að syngja með hljómsveit Webb, sem var þá ein vinsæl- asta hljómsveit Bandaríkjanna. Fyrst í stað var Ella mjög óþolinmóð eftir að verða fræg. Við þessu sagði Webb, að betra væri að gefa sér nægan tíma og láta vinsældirnar endast, held- ur en að „slá í gegn“ aðeins í nokkra mánuði. Ella fylgdi þessu ráði, og má sjá, að Webb hefur haft á réttu að standa. Ef þú átt ekki plötur fyrir með Ellu, þá ráðlegg ég þér að reyna að komast yfir þær á einhvern hátt, sérstaklega plötuna „Oh Lady Be Good/FIying Home", sem er talin vera ein sú bezta, sem hún hefur sungið inn á. En auk þess mætti að sjálfsögðu telja upp tugi ef ekki hundruð platna, sem Ella hefur sungið inn á, sem allar eru skínandi, því að varla er hægt að segja að Ellu hafi nokkurn tíma mistekist við plötu- upptöku. Hún ber nafn það, er Banda- rískur músíkheimur hefur gefið henni fyllilega með rentu: „The first Lady of song“. Ól. Steph. & Ö. Æ. M. þýddu. 4 $a~UaM

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.