Jazzblaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 16
FRÉTTIR í stuttu máli
Stöðugur straumur amerískra jazz-
leikara hefur verið til Evrópu undan-
farnar vikur. Louis Armstrong hefur
verið á hljómleikaferðalegi um flestöll
Evrópulöndin undanfarið og hefur koma
hljómsveitarinnar hvarvetna vakið stór-
kostlega athygli. Leikur nljómsveitar-
innar er hins vegar af öllum gagnrýn.
endum sagður frekar lélegur. — Dickie
Wells trombónleikari hefur einnig verið
í Evrópu, og heillað alla með sínum
ágæta trombónleik. Margir muna senni-
lega eftir leik hans á fjölda mörgum
plötum með Count Basie. — Nýlega fór
sex manna Dixieland hljómsveit frá
Bandaríkjunum til Evrópu, stjórnandi
hljómsveitarinnar er trompetleikarinn
Jimmy Archy og með honum er m. a.
jafn kunnir Dixieland leikarar og Pops
gamli Foster bassaleikari. Hljómsveit-
in leikur í Evrópu eitthvað fram eftir
vstrinum. — May Lou Williams píanó-
leikari er í hljómleikaferð í Englandi
og hefur fengið óviðjafnanlegar mót-
tökur. Mun hún ef til vill leika víðar
i Evrópu. — í Englandi er nú verið að
sýna George Gerswhin óperuna „Porgy
and Bess“, og er einn af laikendunum
hinn gamalkunni hljómsveitarstjóri Cab
Calloway. — Lee Konitz er hættur hjá
Stan Kenton, kaupið var það hæsta sem
sögur íara af, Konitz var ekki ánægð-
ur með andrúmsloftið. Uppáhaldsmúsik-
antar Konitz nr. 1, 2 og 3 eru nefnilega
Tristano, Tristano og Tristano. — Ný-
lega er hafin útgáfa á 33 snúninga plöt-
um í Svíþjóð og ennfremur 45 snún-
inga. — Talsverður hluti þeirra jazz-
platna, sem gefnar eru út í Englandi,
eru leiknar af sænskum jazzleikurum.
Svíarnir Arne Domnerus, Lars Gullin
Reinhold Svensson og fleiri eru allt eins
kunnir í Englandi og amerísku jazzleik-
ararnir Parker, Garner o. fl. — Sérstak-
lega margar góðar jazzplötur voru gefn-
ar út í USA á síðasta ári og mun blaðið
birta yfirlit yfir þær helztu í næsta
hefti. — Ronnie Scott
hefur stofnað 5 manna
liljómsveit og er altó/-
baritón-saxófónleikarinn
Harry Klein með honum.
— Sænski trompetleikar-
inn Rolf Ericsson er nú
fiuttur til USA. Hann
var þar fyrir tveimur
. árum etns og kunnugt er
með jafn frægum hljóm-
sveitum og Charlie Bar-
net og Woody Herman.
P. TI»onif*Men Iðk |»es.s:»
inynd af Torulf Tollefsen
t. 1». oj; Hra/va HlfíSlicrjs:, er
Tollefsen var á lil.jóinleika-
ferfia Iajvi liár I sepfeinlier.
16 ^MaíiÁ