Jazzblaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 12
,miimiiiiiiiii iiiiiiiiimiiimimmimiiiiiiiiiiiimiiimimiiiiiiiiiimiiimiiiiiiimii ii imiimiiiimi immmmmmmmmmmmimmmmmmmmii_
| Svavar Gests segir frá 1
kynnum sínum af
I JAZZI1LONDON |
Iriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiliilliiiiiimiimili SíðíU'Í greill mmmmmmmmmmmmmmmmiimmi
Feldman-Jclúb b urinn.
Sá jazzklúbburinn í London, sem er
kunnastur, ber nafnið Feldman-Club, en
fjölskylda enska jazzleikarans Victor
Feldman á klúbbinn og hafa Feldman-
bræður leikið þar lengst, ásamt fjölda
annarra kunnra jazzleikara, sem þar
hafa komið fram. M. a. lék Glenn Miller
hljómsveitin á klúbb þessum kvöld eitt,
þegar hún var í Englandi á stríðsárun-
um. Kynnir í klúbb þessum er hinn
kunni útvarpsgagnrýnandi músikblaðs-
ins Melody Maker, Maurice Burman. —•
Gafst mér einmitt tækifæri til að dvelja
á Feidman klúbbnum það kvöldið, sem
klúbburinn hélt upp á tíu ára afmæli
sitt og léku fjöldi kunnra enskra jazz-
leikara þar það kvöldið. Má þar nefna
trompetleikarann Kenny Baker, sem í
mörg ár var aðalmaður Ted Heath hljóm-
sveitarinnar. Leikur Kenny er stórkost-
legur hvað tækninni viðkemur, hann
hefur svo fullkomið vald yfir hljóðfær-
inu, að honum eru engin takmörk sett,
en skapandi jazzleikari er hann ekki upp
á marga fiska. Hinn gamalkunni tenór-
isti, Jimmy Skidmore, sem lék með Bak-
er þetta kvöld, er aftur á móti meiri
jazzisti, en ekki líkt því eins slyngur á
hljóðfærið og Baker. Victor Feldman,
sem mestan þátt átti í því að gera þenn-
an klúbb jafn vinsælan og frægan og
raun ber vitni, var í Indlandi um þetta
leyti og gafst mér því ekki kostur á að
heyra í honum. En hins vegar heyrði
ég plötur, er hann hafði leikið inn á
nokkru áður en hann fór og staðfesta
þær í öllu ummæli Ronnie Scott í síðasta
blaði um hæfni Victors. Leikur ekki
nokkur vafi á, að hann er einhver allra
mesti jazzleikari Englands.
Tony Kinsey.
Trommuleikari sá, er lék með Tommy
12 jazzlUiÁ
--------------------------<♦>
Ljósm.: Melody Maker.