Jazzblaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 7
DUR OG MOLL eftirC'Streng . .. .Gunnar Ormslev hefur fyrir nokkru stofnað hljómsveit, sem leikið hefur á dansleikjum út úr bænum um helgar. Með Gunnari hafa verið Steinþór Stein- grímsson á píanó, Guðmundur Stein- grímsson trommur og Bragi Hlíðbei’g harmonika.... Ólafur Stephensen har- monikuleikarinn ungi, sem kom nokkr- um sinnum fram á síðasta vetri á veg- um Jazzklúbbs íslands, er nú farinn að æfa píanó af miklum krafti. Vona að Óla gangi vel, því að hann er einhver efnilegasti jazzleikari, sem ég hef heyrt í af svo ungum pilti að vera. .. . Hösk- uldur Þórhallsson trompet og trommu- leikari hefur nú leikið í Samkomuhúsi Vestmannaeyja í rúmt ár og er eini Reykvíkingurinn, sem nú leikur í Eyj- um. Hann var í bænum nokkrar vikur í haust. Komst ekki til Eyja vegna þess að flugveður var ekki hagstætt, nema fyrir hádegi, en þá svaf Höski alltaf, kom fram á hljómleikunum Dixieland- hljómsveit Þórarins Óskarssonar og vakti ekki hvað minnsta eftirtekt. — Þetta er í fyrsta skipti, sem Dixieland- hljómsveit kemur fram hér á landi með hin sígildu hljóðfæri Dixieland hljóm- sveitanna, þ. e. a. s. banjó og túbu og léku þeir Haraldur Guðmundsson og Magnús Sigurjónsson á þau hljóðfæri. Leikur hljómsveitarinnar var hinn skemmtilegasti og væri óskandi að Þór. arni tækist að halda hljómsveitinni sam- an með það fyrir augum, að hún geti tekið þátt í fleiri hljómleikum í fram- tíðinni. sagði Guðni Guðnason. . . . Hljómsveitin hans Þórarins Óskarssonar á síðustu hljómleikum vakti verðskuldaða hrifn- ingu allra; stóðu þeir sig mjög vel. En áberandi var á þessum hljómleikum, hve framkoma allra íslendinganna var þung- lamaleg. Hvenær ætla menn að skilja jarðarfararsvipinn eftir heima, þegar þeir leika á jazzhljómleikum?. . . . Tor- alf Tollefsen ku hafa verið hrifinn af harmoniku þeirri, sem Jóhannes Jó- hannesson hefur smíðað, og bað Jóhann- es (eftir því sem bezt hefur verið hler- að) að smíða ein slíka fyrir sig. Ekki amarleg auglýsing það.... Þórður Finn- björnsson, sem var útsölumaður Jazz- blaðsins á ísafirði er fluttur til bæjar- ins og stundar nám í Menntaskólanum. Þórður er efnilegur trompetleikari, en auk þess að læra á kontrabassa, sem gott er að heyra, því að hér er allt of lítið um bassaleikara. . . . Komið hefur í ljós um leið og atvinnuhorfur versna meðal hljóðfæraleikara, að nokkrir þeirra ungu pilta, er gerðu hljóðfæraleik að atvinnu sinni fyrir þremur til fjórum, eða fjórum til fimm árum, hafa orðið að líta á það sem aukastarf upp á síð- kastið. Gunnar Egilson, Guðmundur Steingrímsson, Axel Kristjánsson og Kristinn Vilhelmsson eru allir í fastri vinnu, en leika aðeins um helgar, og hið sama er að segja um Gunnar Oi'mslev; hann vinnur í verzlun og einn- ig Guðmundur Finnbjörnsson. Hallur Símonarson er blaðamaður við Tímann, Steinþór Steingrímsson vinnur á skrif- stofu og svona má enn halda áfram. — Má af þessu nokkuð marka, að hver og

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.