Jazzblaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 6
T. v. Mlke MeKensr-Ie ok Mnrle Ilrynnt. — T. h.
Dixielnnd-hljöniftsveit I»örnrínH Ósknrssonnr. —
l»6rnrinn Mteiulur len^st tli hwgri.
dansleiknum í Sandgerði lék hann t. d.
eitt slíkt lag, er hann hafði sjálfur
samið. Var það hið athyglisverðasta og
einstaklega vel leikið, þó að meðleikarar
hans hafi ekki beint verið honum sam-
ferða í því lagi. Sem jazzviðburður rist-
ir hingað koma Mike McKenzie líkt því
ekki eins djúp og koma þeirra Marie
Bryant og Ronnie Scott, að maður
gleymi ekki þeim Tyrree Glenn og Lee
Konitz, en þrátt fyrir það er það jafn-
vel einmitt McKenzie, sem mest skilur
eftir, þegar við rennum huganum til
baka. Þessi tinnusvarti negri vann
hjörtu hvers einasta manns, er honum
kynntist með hinni geðfelldu framkomu
sinni og glaða viðmóti. Vildi hann rétta
hverjum manni hjálpar hönd, sem þess
þurfti með í hópi þeirra, er fram komu
með honum á hljómleikunum og dans-
leikjunum, en þannig er því einmitt
farið um, er verstu hlutskipti sæta, því
að Mike er svo óheppinn að vera nær
algerlega lamaður í fótum og á erfitt
með að ganga.
Hafi Jazzklúbburinn þökk fyrir að
hafa veitt íslenzkum áheyrendum tæki-
færi til að heyra í þessum afburða lista-
mönnum.
Ekki má ljúka þessari grein svo, að
þætti þeirra innlendu krafta, sem þátt
tóku í hljómleikunum, sé ekki gerð skil.
Ber þar fyrst og fremst að nefna þá
félaga Guðmund R. Einarsson trommu-
leikara, Jón Sigurðsson basaleikara og
Ólaf G. Þórhallsson guitarleikara, sem
aðstoðuðu þau Marie og Mike. Var Guð-
mundur þar fremstur í flokki fyrir ör-
uggan trommuleik, enda sagði Mike í
viðtali við eitt dagblaðanna hér, að Guð-
mundur væri bezti trommuleikarinn, er
hann hefði nokkru sinni leikið með. —
En þeir Guðmundur og Jón léku einnig
undir söng Smára-kvartetsins, ásamt
Árna Elfar píanista og Eyþóri Þorláks-
syni guitarista, en Eyþór hafði einmitt
útsett lög þau, er Smára-kvartettinn
söng og einnig æft þá. — Tókst undir-
leikur þessara fjórmenninga vel og
sama má segja um söng Smára-kvart-
ettsins. Þeir voru reyndar fremur óör-
uggir, en það er hlutur, sem að ekki er
hægt að kippa í lag nema með stöðug-
um æfingum og meiri reynslu. Einnig
6