Jazzblaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 8
einn ætti að hugsa sig tvisvar um áður
en hann stígur það vandasama skref að
velja sér lífsstarf. Að sjálfsögðu er það
töfrandi í augum margra unglinga að
leika á hljóðfæri, en þegar fram í sækir
þá hefur sá atvinnuvegurinn yfirhönd-
ina, sem skapar mönnum möguleika á,
að hafa í sig og á. Fer þá glansinn furðu
fijótt af hljóðfæraleikarastarfinu, því
að í jafn miklu fámenni og er á íslandi
er því starfi ill treystandi, nema fyrir
takmarkaðan hóp þeirra manna, sem
þegar höfðu komið sér fyrir í góðri
stöðu áður en ég og þú vissum hvar
C-ið var á píanóinu. .. . Sagði í síðasta
blaði að nokkrir músikmenn væru komn-
ir í stúku, jæja, þessir sömu menn hafa
gengið í stúkuna hvað eftir annað, sem
á stúku máli heitir: endurreisn. Ekk-
ert er við það að athuga, því að tækni-
legur ráðunautur minn í endurreisnar-
málum hefur tjáð mér, að margir mestu
menn reglunnar (við skulum segja um
heim allan til að gera þetta ekki per-
sónulegt), hafi verið endurreystir aft-
ur og aftur, áður en þeir komust að
raun um, hvílíkt skaðræði fylgdi áfeng-
isdrykkjunni. Vona, að vinir vorir láti
sér þetta að kenningu verða, fimm til
tíu endurreistir er skítur-og-ekki-neitt
. . . .Tókuð þið eftir klarinetleikaranum
í hljómsveit Þórarins Óskarssonar á sið-
ustu hljómleikum? — Allra duglegasti
klarinetleikari og sennilega efnilegur
jazzleikari, hann heitir Kristján Hjálm-
arsson. Hlustið þið betur næst, þegar
þið heyrið til Kristjáns; hann er efni-
legur, ekki satt?.... Slæ botn í þetta
að sinni, efni er sannarlega ekki mikið
fyrir hendi eins og þið hafið komizt að
raun um, sé ykkur á næstu útispila-
mennsku Lúðrasveitar Innri-Njarðvíkur
(fór ég illa með ykkur — hún hefur ekki
verið stofnuð enn, og verður varla stofn-
uð næstu 29 árin)... . C-strengur.
L. J. Rijmenant:
JACK
PARNELL
— og hljómsveit hans
Hin síðari ár hefur leikur stórra,
brezkra danshljómsveita tekið geysi-
framförum. Fyrir skömmu kom nýtt nafn
fram á sjónarsviðið. llljómsveit þessi
nefndist: „Jack Parnell and his music-
makers“.
Þegar það fréttist, að bezti Lrommu-
leikari landsins ætlaði að stofna hljóm-
sveit, ruku gagnrýnendur upp til handa
og fóta og fullyrtu, að hún gæti ekki
eingöngu lifað á trommuleik Parnells og
spáðu henni skammra lífdaga, en hljóm-
sveitin hratt öllum hrakspám þegar i
upphafi.
Hljómsveitin aflaði sér mikilla vin-
sælda hvar ssm hún kom fram í Eng-
landi og eins vakti hún óskipta athygli,
er hún fór í hljómleikaferð til Danmerk-
ur og Svíþjóðar. T:1 marks um ágæti
hljómsveitarinnar má nefna, að þegar
hin fræga bandaríska söngkona Lena
Horne var í Englandi, vildi hún enga
aðra hljómsveit, til að leika utidir söng
sínum, og þegar söngkonan fór yfir til
Skandinavíu, fylgdi hljómsveitin vita-
skuld með. Parnell hafði að vísu komið