Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Blaðsíða 1

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Blaðsíða 1
fí m f ©III ÚTGEFANDI: TÓNLISTARFÉLAGIÐ, REYKJAVÍK RITSTJÓRI: KR. SIGURÐSSON 5. HEFTI REYKJAVÍK 1 MAÍ 1940 Tónlísfarskólínn 1930—1940 Hinn 11. október 1925 var „Hljómsveit Reykjavíkur" stofnuð á fundi nokkurra hfjóðfæraleikara og annarra áhugamanna um lónlist.Aðalforgöngumenn þessa íélags- skapar voru tónskáldin Sigíús Einarsson og Jón Laxdal. Starfsemi sú er haíin var með þessu, hefir ekki fallið niður síðan og á næsta hausti verða því liðin 15 ár frá stofnun hljómsveitarinnar; gefst þá ef til vill tækifæri til að minnast ýmsra atriða úr sögu hennar og starfi nánar en hér verður gert, en þetta starf varð meðal ann- ars til þess, að Tónlistarskólinn var stofnaðvir fyrir 10 vetrum síðan. Pegar svo Tónlistarfélagið var stoínað tók það að sér umsjá þessara mála og framkvæmdir og hef- ir haft það hlutverk síðan. Hvernig það hefir tekizt skal ekki dæmt um hér, en aðeins minnst þess helzta er á dagana hefir drifið og hægt hefir verið að framkvæma. Tónlistarfélaginu kemur ekki til hugar að telja sér það til lofs, hve miklar framkvæmdirnar séu, heldur að sakna þess, að þær hafa ekki orðið meiri, en til þess liggja ýmsar auðsæar orsakir. Ég get þó ekki stillt mig um, að taka hér upp nokkur orð úr grein, er birtist í Morgunblaðinu 11. marz 1938: „Það mun ekki ofmælt, aS meðal þeirra menningarfélaga, sem starfa með þjóð vorri á síðustu tímum, hefir Tónlistarfélagið verið stór- stigast og svo slórhuga. að mörgum meðalmanni hefir fundist f>að nálgast fífldirfsku". Tónlistarfélaginu hefir af

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.