Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Blaðsíða 21
Tímarit T ó n 1 i s t a r f é 1 a g s i n s
sönghlutverkunum. Meðal
leikenda voru Jóhanna
Jóhannsdóttir, Kristján
Kristjánsson og Gestur
Pálsson. Pýðing textans
var eítir Björn Franzson.
Frumsýning á Meyja-
skemmunni var 1. febr.
1934, en hún var ai'tur
tekin til leiks árið 1939
undir stjórn Dr. v. Ur-
bantschitsch og Haraldar
Björnssonar. Pað er nægi-
legt dæmi um vinsældir
hennar, að hún var sýnd
alls 50 sinnum og alltaf
fyrir fullu húsi, annað
var heldur ekki mögulegt
því tapið mátti ekki verða
of lilfinnanlegt.
Einhverjum gæti komið til hugar að þetta hafi verið
utan við starfsvið Tónlistarfélagsins, en svo er því ekki
varið. Páll ísólfsson skrifaði grein í Morgunblaðið daginn
eftir frumsýninguna og segir þar m. a.: „Þetta kvöld
gefur fulla ástæðu til að vona það, að héðan í frá verði
ekki staðar numið, heldur gefi hinn góði árangur þess-
arar sýningar tilefni til þess að hafin verði sókn, sem
stefnir að því, að fluttar verði hér framvegis óperettur,
unz að því kemur, að hægt verður að sýna óperur”. Leið-
in er löng og erfið að því marki, en getur orðið styttri
en margan grunar, ef — —, en sleppum því.
Næsta óperettan var „Systirin frá Prag”. Hún var
fyrst sýnd 30. marz 1937, en aðeins 7 sinnum alls og olli
þar mestu óheppilegur árstími og inflúenzufaraldur í
bænum. Söngstjóri var Dr. Mixa, leikstjóri Bjarni Guð-
mundsson og þýðandi Björn Franzson. Meðal leikenda
voru Sigrún Magnúsdótir, Arnór Halldórsson og Pétur
Jónsson óperusöngvari. Var mikið happ að fá hann í
„Meyjaskemman”
Ragnar E. Kvaran.
21