Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Blaðsíða 7
Tímarit T ó n 1 i s t a r f é 1 a g s i n s
ara, er ráðinn liai’öi verið
skólastjóri og gengl hefur
því starfi síðan. A þetta
málefni honum mikið að
þakka live vel því hei'ur
iarnast, þótt oi’t hafi verið
tvísýnt um íramtíðar-
möguleika þess. Tónlistar-
menntun Páls, lipurð og
vinsældum þarf ekki að
lýsa hér, en alll hefur
þeLLa verið mikill styrkur
þessu fyrirtæki, sem hafið
var ai bjartsýni og trú á
nauðsyn þess, en olt hefur
átt í vök að verjast.
— Páll hei’ur einnig
kennt píanóspil, orgelleik
og tónfræði við skólann. Dr. Mixa var ráðinn kennari
áður en hann íór ulan eftir hátíðina. Hann stjórnaði
hljómsveitinni og kenndi píanóspil og tónfræði við skól-
ann til vors 1938, að einum vetri undanteknum, en þann
vetur var Hans Neff kennari í hans stað. 1 utanför sinni,
sumarið 1930, réði Dr. Mixa þá Karl Heller og Fr.
Fleischmann sem kennara við skólann. Heller kenndi
fiðluleik til vors 1931 og þótti mjög lipur og samvizku-
samur kennari. Fleischmann var einn vetur sem cello-
kennari og meðleikari í kammermusik og hljómsveit.
Næsta vetur þótti ekki fjárhagslega kleyft að ráða mann
í hans stað, þótt þörfin væri mikd. Haustið 1931 kom
svo Hans Stepanek í stað Hellers, sem fiðlukennari, og
var hann til síðasta vors. Hann var í Wien er stríðið
skall á í haust og komst þá ekki úr landi. Stepanek var
mjög vinsæll af nemendum og öðrum og ötull starfs-
maður. Pótt stríðið lokaði hann óvörum inni í heima-
landi sínu þá bætti það skólanum skaðann með því að
varna þess, að Björn Ólafsson kæmizt út aftur, en hann
var ráðinn til þess að taka sæti í hinni frægu filharmon-
Ur. Ileinz Edelstein.
7