Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Blaðsíða 32

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Blaðsíða 32
Tímarit T ó n 1 i s t a r f é 1 a g s i n s því að búast, að þegar í upphafi sprelti þar glæsileguslu skrautblóm. En það eru þessi fyrstu harðgerðu vorblóm, sem mylja melana og búa í haginn fyrir það, sem á eftir kemur. Hljómsveit Reykjavíkur er áreiðanlega. gerð úr því efni, sem landnámsmenn eru gerðir úr, áliuga, seiglu og þoli, sjálfsafneitun og framsækni þó að markið sé nokkuð fjarri og mikið al' óruddum vegi fram undan. — Hljómsveit Reykjavíkur befur tekið það ráð, sem eitt er sigurvænlegl, að vinna vel sjálf, en láta sér ekki detta í bug að hún geli sigrað eða komizt langt áleiðis öðru vísi en með því, að fá aðstoð þeirra, sem komnir eru lengra áleiðis. Hún hefur, eins og harðgerðu jurtirnar, sent ræt- ur sínar um landið alll eftir föngum, og hún hefur sent rætur sínar alla leið til annarra landa og dregið þaðan til sín lífskraft. Og nú hefur hún ráðisl í stærra. Hún hefur álitið, að nú væri tími kominn lil þess að hefja verulega samfelt starf hér heima. Og ég vona að það rætist, að þessi byrj- un hafi ekki verið ákveðin of snemma. Eg vona að það sé svo langt komið okkar þjóðlífsvori að verstu hafísar og hret sé um garð gengin, og halli að því sumri, sem við öll vonum að þjóð vor stefni inn á, hvert sem litið er. Mér finnsl margt benda til þess. Ágælir menn, innlendir og útlendir, safnast ]ægar að skólanum. Efnilegir nem- endur flykkjast að honum. Fórnfúsir menn, 'skilnings- góðir á verðmæti þau, sem hér er verið að reyna að á- vaxta, hafa lieitið skólanum styrk og fulltingi í því, sem svona hvítvoðung kemur ekki verst, en það er féð, sem er fyrir þennan unga skóla eins og reifarnar fyrir barnið. Víkingsprent h. f. — 1940.

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.