Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Blaðsíða 20
Tímarit Tónlistarfélagsins
rýma hinn mikla bif-
reiðaskála sinn og gei'a
hann svo vistlegan sem
kostnr var á. Par var svo
í íyrsla sinn ílull óratorí-
um hér á landi, hinn 18.
des. 1939 og voru áheyr-
endur um tvö þúsund.
Vakti þessi hljómleikur
mikla alhygli.
Hér er ekki rúm til að
gera fleiri af hljómleikum
Tónlistarfélagsins að um-
lafsefni, en þeir hafa verið
56 alls á þessum árum.
Pað hefur reynst svo
hér, að leiksýningar hafa
verið erfitt viðfangsefni frá
fjárhagslegu sjónarmiði,
enda þótt um tiltölu-
Jóh. Jóhannsd. Kr. Kristjánss. lega ríflega styrki væri
að ræða, nema þá
helst með því að haía þær með reifarabrag og gal-
gopahætti. Smærri söngleikar (operettur) teljast ekki til
þess flokks, þótt þeir séu sjaldan alvarlegs efnis eða
dramatískir eins og stærri söngleikar (operur). Peir eru
„leikur hinnar léttu gígju”, sem hefir sitt nauðsynlega
hlutverk og getur fullnægt listrænum kröfum.
Pað þótti að vonum í mikið ráðist, á okkar mælikvarða,
þegar Tónlistarfélagið ákvað að efna til söngleikasýninga.
Kostnaður hlaut að verða mikill og tvísýnt um aðsókn,
en sú von varð ráðandi að þessari tilraun yrði vel tekið
ef hún heppnaðist sæmilega. Fyrsti söngleikurinn var
heppilega valinn, en það var „Meyjaskemman” með hin-
um alkunnu og síungu söngvum og tónum Schuberts.
Söngstjóri var Dr. Mixa og sýndi hann mikinn dugnað
og áhuga fyrir þvi, að þessi byrjun gæti tekizt sem bezt.
Leikstjóri var Ragnar E. Kvaran, er einnig lék eitt af
20