Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Blaðsíða 8
Tímarit Tónlistarfélagsins
isku hljómsveit í Wien aÖ loknu glæsilegu framhalds-
námi í þeirri borg. Björn var einn af þeim fyrstu er
útskrifaðist úr Tónlistarskólanum og því enn meiri á-
nægju að hljóta hann sem kennara. Snennna á árinu
1938 kom Dr. Heinz Edelstein og hefir dvalið hér síðan.
Hann hefir verið cellokennari, æft kammermúsík og
einnig annasl blokkflautunámskeið skólans, er hann átti
upptökin að. Pá hefir Árni Kristjánsson, vinsælasti píanó-
Björn ólafsson.
leikari okkar hér heima, verið kennari við skólann síð-
an 1932. Hefir skólanum verið mikill styrkur að því,
að hafa hann í þeirri stöðu. Þegar Dr. Mixa fluttist burtu
réði hann til skólans í sinn stað Dr. Victor von Urb-
antschitsch, sem stjórnað hefir hljómsveitinni og kennt
píanóleik og kontrapunkt nú í tvo vetur. Þá má enn
nefna tvo erlenda menn, er aðstoðað hafa og veitt til-
sögn, þá Johan Krúger klarinetleikara í fjóra mánuði
og Hans Quiqueres cellista, veturinn 1936—7. Loks hef-
ir Karl 0. Runólfsson kennt tónfræði síðastliðinn vetur.
Allir hafa kennararnir átt sammerkt um það, að gera
sitt ítrasta í þágu skólans, svo dvölin þar mætti verða
nemendunum að sem mestu gagni og álit og vinsældir
8