Musica - 01.04.1948, Side 3
X
ÍHuMca
1. ÁRGANGUR APRÍL 1948 1. TÖLUBLAÐ
/
Utgefandi: Drangeyjarútgáfan.
FYLGT ÚR HLAÐI
Það er ávallt erfitt að hefja útgáfu tímarits, sérstak-
lega 'þó sértímarits, bæði frá fjáthagslegu og efnislegu
sjónarmiði.
Það er óhjákvæmilegt, að mikið megi að riti þessu
finna, en vonandi stendur það til bóta, og með aðstoð
lesenda okkar ætti að vera mögulegt að skapa læsilegt
og fróðlegt rit.
Við höfum reynt að fara inn á sem flest svið ’hljóm-
listarinnar, en afleiðingin hefur verið, að blaðið er
nokkuð laust f reipunum, en af tvennu illu er það
þó ’betra en bragðdeyfð og ein'harfni.
Einnig má deila um stafsetningu 'hinna útlendu
orða og tónlistaiiheita. I iþessu hefti er lítið gert að
þýðingum, en hin útlendu orð látin halda sér að svo
miklu leyti sem það kemur ekki í bága við efnið.
Þó höfum við notað þau íslenz'ku orð, sem vel hafa
fallið við kjarna frummálsins, t. d. Opera, söngleikur,
Symphony, sinfónía, sem er gamalt og gott orð og
hefur verið notað hér á landi lengi. Við vildum gjarn-
an fá álit lesenda okkar á þessari stefnu.
I næstu tölublöðum munum við hefja greinar um
hin einstöku hljóðfæri og flokka hljóðfæra, þvf að
það er ekkert efamál að það eru margir, sem ekki vita
um helming þeirra hljóðfæra, sem eru í nofkun um
heim allan. Yfirleitt munum við reyna af fremsta
megni að flytja í 'blaðinu svo mikinn fróðleik sem
mögulegt er og flytja hann þannig, að efnið verði
auðskilið hverjum leikmanni, er hefur áhuga á að
fræðast um „list listanna“.
í hverju 'hefti munum við og reyna að birta eitt eða
tvö lög fyrir mismunandi hljóðfæri eftir innlenda
sem erlenda 'höfunda og verður reynt að hafa lögin í
sem viðráðanlegustum útsetningum.
I hverju blaði verður og bréfakassi og væntum við
að lesendur vorir notfæri sér hann og yfirleitt segi
okkur álit sitt á blaðinu, því það er okkar bezta hjálp.
Við viljum nota þetta tækifæri og þakka auðsýnda
aðstoð við útkomu blaðsins, sérstaklega viljum við
þakka dr. Páli ísólfssyni fyrir leiðbeiningar þær og
aðra velvild, er hann hefur sýnt blaðinu og svo Antoni
Kristjánssyni blaðamanni fyrir margháttaða aðstoð.
Að endingu: Við heitum á lesendur vora að leggja
sinn skerf til að skapa gott og læsilegt blað og tökum
við með þakktlæti á móti öllum tillögum og leiðbein-
ingum og munum fara eftir þeim að svo miklu leyti,
sem það kemur 'hem við stefnu ritsins.
MUSICA 3
LANDSBÓKASAFN
»A1 í 7 Ö 3 G -
ÍS LANllS