Musica - 01.04.1948, Qupperneq 4

Musica - 01.04.1948, Qupperneq 4
„Músikóhuginn sízt minni hér en annars staðar", „Tónlistarsmekkur hefur þroskazt og tónlistaráhugi hefur farið sívaxandi á seinni árabilum," sagði hinn víðkunni tónlistarmaður og tónskáld, Páll Isólfsson, er tíðindamaður „Musica“ átti tal við hann fyrir skömmu. „Músíkgleði og áhugi er sízt minni 'hér á landi en í öðrum ’löndum," sagði Páll enn fremur, „en hæpið er að 'hægt sé beinlínis að líkja tónlistará'huga hér við þá músíkhneigð, sem vart verður hjá sumum stór- þjóðum, sökum þess að hjá þeim er tónlistin orðin nauðsyn álíka og matur og drykkur. En til þess að músíkáhugi verði þannig, þurfa menn helzt að alast upp við tónlist frá blautu barnsbeini. Og meðal smærri þjóða, þar sem ekki er eins mikill fjöldi tónlistar- manna, og þá sérstak'lega ekki fyrsta flokks 'hljóm- sveita, á fólk óhægara með að fá tæki'færi til að hlusta á lifandi, æðri tónlist og njóta hennar fullkomlega. A seinni tímum hefur Iþó útvarpið haft afar mikil áhrif til bóta í þessu efni.“ Þar sem Páll ha'fði minnzt á útvarpið, kom mér í hug, að lesendum þessa rits, einkum þeim yngri, gæti leikið 'hugur á að heyra hans álit á einhverju í sam- bandi við tón'listarþætti útvarpsins, eins og t. d. óska- lagaþáttinn og jazzþáttinn; svo og viðvíkjandi þeirri skoðun, sem ýmsir virðast hafa, að smekkur fyrir dansmúsík og sígilda eða klassíska músík geti ekki farið saman með góðu móti. „Eg held,“ segir Páll, „að tónlistarunnandi eða iðkandi eigi að geta haft góðan smekk fyrir hvoru- tveggja sér að skaðlausu að því, er klassíska músík snertir. Sjálfur 'hef ég gaman af ýmsum jazz- og dans- lögum. En ég geri eindregið þá kröfu, að dansmúsík sé smekkleg og vel leikin, og að hljóðfæráleikarar, sem iðka þá tónlist aðallega, séu góðir „músíkerar“, sem kunni sitt verk til hlítar. Það er margt gott og eftirtektarvert í sambandi við dansmúsík og vanda- samt að leika 'hana smekklega og vel. Og viðvíkjandi þessu vil ég geta þess, að mér finnst margir jazzleik- arar hér virðast taka sér starfið öf létt, eins og það sé í rauninni ekki svo erfitt, að þörf sé á að leggja hart að sér við það, og þar af leiðandi er dansmúsík ekki segir dr. PÁLL ÍSÓLFSSON. ávallt eins vönduð í meðferð 'hér og skyldi. Eiginlega eru flest danslög tákn hvers tíma að vissu leyti, og klassískri tón'Iist virðist ekki stafa hætta af þeim, þar sem hún er „klassísk“ og lifir lengi, þrátt fyrir ýms utanaðkomandi áhrif, svo sem reynslan hefur sýnt. Meginþorri danslaga á sér ekki 'langa ævi. Mörg þeirra geta þó orðið langlíf, og meðal þeirra eru sum, sem kölluð hafa verið klassísk, eins og t. d. Straussvals- arnir.“ „Eg 'hygg, að árásir ýmsra manna á jazz- og dans- músík, vegna þess að tónlistarsmekkvísi fólks og klass- ískri músík sé misboðið með og stafi hætta af þess konar músík, séu með öllu ástæðulausar. Góður „klass- iker“ getur haft ánægju af og smekk fyrir góða og vel leikna dansmúsík, eins og reynslan héfur fært sönnur á, án þess að það hafi háft á'hrif á klassískan tónlistarsmekk hans. Dansmúsík er sjálfsagt nauðsyn- leg og cSþarft að amast við henni um df, en auðvitað þarf 'hver og einn að vera vandur í valinu í því efni sem öðru.“ „Og hvað segið þér svo, Páll, um óska'lagaþáttinn ?“ „Hann virðist vera mjög vinsæll. Þó að ég annist hann ekki, því það gerir Jón Þórarinsson, hef ég orðið þess áskynja, að honum berst svo mikill fjöldi bréfa, að varla er mögulegt að verða við ö'llum ósk- unum á stuttum tíma. Gefur það sannarlega, á með- al annars, til kynna, að hér ríki mikili áhugi fvrir tónlist. Auk þess bera margar óskirnar, sem fram koma í þeim þætti, vott um góðan tónlistarsmekk, og einnig kunnugleik í músík.“ „Góður tónlistarskóli og góð kennsla hefur auðvitað mikil áhrif til eflingar tónlistatþroska, er ekki svo?“ „JÚ, sannarlega. Meðal annars þess vegna er nauð- synlegt að hlúa að tónlistarkennslu eins og unnt er. Nú loks höfum við getað bætt úr brýnustu húsnæðis- þörf okkar rneð tónlistarskólann, með því að kaupa 'húsið Þrúövang, og mun sú ráðstöfun vafalaust hafa 4 MUSICA

x

Musica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.