Musica - 01.04.1948, Síða 6
PERSÓNUR:
Ðon José, liðþjálfi.
Tenór.
Escamillo, nautabani,
Baritón.
Remendado, smyglari.
Tenór.
Dancairo, smyglari.
Baritón.
Zuniga, liðsforingi.
Bassi.
Morales, liðþjálfi.
Baritón.
Carmen, Sigaunastúlka.
Messo-sópran.
Micaela, sveitastúlka.
Sópran.
Frasquita, Sigaunastúlka.
Sópran.
Mercedes, Sigaunastúlka.
Messó-sópran.
SÖNGLEIKIR I.:
CÁ R ÁÁ EN eftir Bizet
Carmen er söngleikur í 4 þáttum. Texti er eftir H. Meilhac og L. Halévy,
byggður að nokkru leyti á sögu Prospers Marimée’s, enn þó aðeins í aðal-
atriðum.
Carmen var fyrst leikin í Opera comique í París 1875. Frumsýningin var
misheppnuð og Frakkar lærðu ekki að meta leikinn fyrr en hann hafði
farið sigurför um alla Evrópu.
Garmen var fyrst byggð upp á aðallögunum með löngum samtölum á milli,
en skömmu eftir dauða Bizets breytti vinur hans Guiraud formi söngleiksins
fyrir Wienar óperuna þannig, að í stað hinna löngu samtala komu stuttir
hljómlestrar er Guiraud samdi sjálfur hljómlistina við.
I þessum búning varð Carmen þekkt um allan heim, en þó hefur hún verið
sýnd oft seinustu árin í sínum raunverulega búning.
Söngleikurinn gerist í Sevilla og nágrenni árið 1820.
Carnien, 1. þáttur (L. Sievert).
1. þáttur.
A torgi í Sevilla horfa varðmennirnir á hið litauðga
götulíf. Sveitastúlkan Micaela spyr eftir Don José, en
flýtir sér á braut, er hún finnur hann ekki.
Nú kemur herflokkur undir stjórn Don José og
tekur við verði. Stuttu síðar koma stúlkur þær, er
vinna við vindlingaverksmiðju þar á torginu út, og
er Carmen með þeim. Hinir ungu menn umkringja
hana strax' og syngur hún þá Habanera, um óstöðug-
leik ástarinnar, og endar með því, að kasta blómi til
Don José, er hafði snúið baki við stúlkunum, og
hleypur að því búnu inn í verksmiðjuna.
3
oC 'omovretún oiseau rt-beJ-/c gue nú/ne pcit/ ap-pr/
,,Habanera“ úr 1. þœtti.
Don José tekur blómið upp og felur það að hjarta-
stað, í því að Micaéla kemur og ber kveðju frá móður
hans.
José gleðst mjög við kveðjur móður sinnar og lofar
að fara að ósk hennar og giftast Micaélu.
En þá heyrist óp frá verksmiðjunni. Carmen hefur
lent í áflogum og stungið stúlku með hníf sínum.
Hún er tafarlaust bundin og leidd fyrir Zuniga liðs-
foringja, sem elskar hana, en hún svarar öllum spurn-
ingum hans með háðsyrðum.
José á að gæta hennar meðan verið er að skrifa
handtökubréfið, en þá syngur Carmen Seguidilla ar-
íuna og nær José á sitt vald og er hann á að flytja hana
á brott, hrindir Carmen honum að saman teknu ráði
þeirra beggja og hún kemst undan.
2. þáttur.
í krá Pastia er söngur og dans, sem Carmen tekur
þátt í. Hún kemst að því, að José er sloppinn úr fang-
elsinu, sem hann var dæmdur í við undankomu
hennar.
Escamillo nautabani kemur nú inn og er hylltur
6 MUSICA