Musica - 01.04.1948, Page 11
Harmoni\ulei\arinn Bragi Hlíðberg
hélt nokkra hljómleika í Austurbæjarbíó í janúar við
mikla aðsókn.
Hann lék bæði klassísk lög og eins jazz og lék þau
eins vel og hljóðfærið leyfði.
Bragi er ágætur harmonikuleikari og á áreiðan-
lega mikla framtíð fyrir sér sem slíkur.
Mandólínhljómsveit Rey\javt\ur
hélt hljómleika í Austurbæjarbíó fimmtudaginn 19.
marz kl. 7 e. h.
Hljómsveitarstjóri var Haraldur Guðmundsson, en
einleikari Karl Sigurðsson, auk hljómsveitarinnar lék
M.A.J.-tríóið nokkur iög.
Nokkuð bar á að hljómsveitin léki sum lögin of
hægt t. d. Tyrkneska marzinn eftir Mozart og Pizzi-
cati eftir Delibes. Yfirleitt var á'ferð laganna falleg
sérstaklega 'hinna tveggja serenada eftir Martini og
Tosselli og áttu þær sýnilega mun betur við 'hljórn-
sveitina en Ihin lögin á efnisskránni.
Nokkuð bar einnig á taugaóstyrk en bljómsveitin
„vann sig upp“ við ihvert lag.
Flestir í ihljómsveitinni eru nemendur Sigurðar
H Briem kennara og befir hann unnið mikið og gott
starf við þj'álfun einstaklinganna innan sveitarinnar.
Haraldur Guðmundsson stjórnaði sveitinni a'f mik-
illi smekkvísi og öryggi.
Hljómsveitin mætti vel, sér að skaðlausu reyna sig
við stærri viðfangsefni, einnig væri ánægjulegt að fá
að heyra íslenzk lög leikin af hljómsveitinni.
Hljómsveitin hefir mikið 'hlutverk að inna, sem eini
létt-klassiski liðurinn í skemmtanalífi 'höfuðstaðarins
og treystum við að hún ha'ldi áfram á þeirri braut, er
bún hefir markað sér. \.
Rögnvaldur Sigurjónsson, pianólei\ari
hélt píanóhljómleika í Austurbæjarbíó mánudagskvöld-
ið 4. apríl við 'húsfylli og ágætar undirtektir.
Á efnisskránni voru verkefni eftir Schuman, Bee-
tlhoven, Blumenfeld, Prokofiev, Lizt og Strauss-Tausig.
Etude Blummenfelds er samin fyrir vinstri hendi
og er tæknilega óhemjuerfið, en varð leikur einn í
hendi Rögnvaldar.
Nokkur mistök urðu í flutningi Eroica tiibrigða
Beethovens en Iþau voru mjög vel flutt að öðru leyti,
en Fantasía Sdhumans naut sín ekki sem skyidi, þar
skorti viðkvæmni og fínleik í flutningi.
Prokofiev naut sín aftur á móti vel hjá Rögnvaldi
og er auðheyrt að verk nútímatónskálda eiga mun
betur við Rögnvald en verk hinna hinna eldri og væri
gaman að heyra Rögnvald leika verk eftir nútimatón-
skáld eingöngu sem fyrst.
Rögnvaldur er píanóleikari á heimsmælikvarða,
hann er snillingur og menn eins og hann eru bezt
fallnir til að kynna nafn Islands útávið og sýna um-
heiminum, að hin fámenna þjóð norður í höfum á
á meðal sín sniliinga á borð við stóhþjóðirnar.
T. A.
Karla\ór Rey\javi\ur
hefir haldið nokkrar söngskemmtanir í vikunni 5.—
12. apríl fyrir styrktarfélaga. Voru þeir haldnir í
Gamla Bíó.
Söngstjóri var Sigurður Þórðarson, en undirleikari
Fritz Weisshappel.
Einsöngvarar með kórnum voru að þessu sinn fjórir
þau Guðmunda Elíasdóttir, sópran, Ketill Jensson,
tenór, Oiafur Magnússon, barytón og Jón Kjartansson,
bassi.
Efnisskráin var nokkuð þung í vöfum, en hún var
eins og hér fer á eftir:
Suðurnesjamenn (Sig. Ágústsson), Naar Fjordene
Blaanar (A. Paulsen), einsöngvari Ol. Magnússon,
Vögguvísa (sænskt þjóðlag), Ave Maria (Sigvaldi
Kaldalóns), einsöngvari Ketill Jensson, Gönguljóð (H.
Stubbe), Frið, Frið (Björgvin Guðmundsson), Ég
eyddi tíð (Steingr. Kr. Hall), Vísa dalbúans (Andrén),
einsöngvari Jón Kjartansson, Romance (Martini),
Rímnalög (Jón Leifs), Dánasöngur úr söngleiknum
„Troubador" (Verdi), tvísöngur Guðmunda Elíasdótt-
ir og Ketill Jensson og að lokum O Pepíta (A. Múller).
Rímnalög Jóns Leifs báru af á efnisskránni bæði um
útsetningu og meðferð og það var sem frískur andvari
blési gegnum þá mollu, sem yfirleitt hvíldi yfir efnis-
skránni.
Söngur kórsins var með afbrigðum fágaður, en ekki
tókst söngstjóranum að ná nógu mi'klum blæ'brigðum
úr því raddvali, er hann hafði yfir að ráða, og varð
það til þess, að nokkuð bar á deyfð við útfærslu lag-
anna.
Einsöngvararnir voru yfirleitt ágætir, Olafur Magn-
ússon söng af mikilli smekkvísi lag Alfred Paulsens,
Naar Fjordene Blaanar, Jón Kjartansson skilaði einnig
sínu hlutverki með ágætum. Söngur Ketils Jenssonar
var mjög sæmilegur, ihann hefir bjarta og fagra rödd
en algerlega óskólaða. Er það ekkert efamál að Ketill
er mikið söngvaraefni, og þar'f hann þegar í stað að
MUSICA 1 1