Musica - 01.04.1948, Side 14

Musica - 01.04.1948, Side 14
Hebhzibah og Yehudi Menuhin. aði ramma um hinn mikla persónuleika, er hann bjó yfir. Maðurinn lyfti Ydhudi upp, kyssti hann á báðar kinnar og sagði: „Yehudi, í kvöld 'hefur þú sannfært mig um að guð er til á (himnum“. Þessi maður var Albert Einstein, 'hinn frægi höfund- ur afstæðiskenningarinnar, og varð hann upp frá því bezti vinur Yelhudis. Hve mikið álit Ye'hudi hafði aflað sér, má bezt marka af því, að á 150 ára afmæli „Gewand'haus“ í Leipzig árið 1931 var hinu 15 ára gamla undrabarni boðið sem einleikara. Þetta var einstakur heiður fyrir útlending, og varð stórkostlegur sigur fyrir Yehudi. E'ftir að Yehudi hafði leikið fiðlukonsert Mendels- sohns, stóð stjórnandi hljómsveitarinnar, Bruno Walt- er, orðlaus, með hendi á hjartastað. Að síðustu hrópaði hann hátt: „Þetta er kraftaverk. Þetta er guðdómlegt, þetta er hæsta stig fullkomnunarinnar.“ Faðir Menuhins, Moseh Menuhin, hdfur haft mikla þýðingu fyrir hinn unga fiðluleikara. Að aðdáun sú, er hann varð fyrir þegar á barnsáldri, eyðilagði ekk- ert það í fari hans, er mest var dáðst að, er fyrst og fremst Moseh gamla að þakka. Eftir þriggja ára hljómleikatímabil fyrirskipaði Moseh gamli tveggja ára hvíld og dvaldist þá ungi Menuihin á búgarði sínum í Californíu, fór í göngu- ferðir, bílferðir og lifði heilbrigðu og rólegu lífi. Eitt var það, sem Yehudi þoldi ekki, það var tit- illinn „undrabarn“. Hann sagði alltaf: „Mér finnst þetta orð vera afsökun fyrir þá, sem eru undrabörn, en fyrst þegar ég lék opinberlega, ákvað ég, ef ég spilaði vel, myndi ég halda áfram, en annars hætta þegar í stað.“ Er Yehudi var 15 ára, hafði hann lagt heiminn fyr- ir fætur sér, en hann átti eina ósk óuppfyllta. Hann hafði aldrei leikið með þeim hljóm'sveitarstjóra, sem hann dáðist mest að, Toscanini. Loks tókst kennara Menuhins að fá Toscanini til að hlusta á Menuhin á einum af hljómleikum hans, og eftir hljómleikinn hljóp Toscanini upp í einleik- araherbergið og hrópaði til Menuhins: „Þú ert dásam- legur, ég hef aldrei heyrt fiðluleikara eins og þig.“ Frá þeim degi hefur Menuhin verið eftirlætis ein- likari Toscaninis og meistarinn gat aldrei þreytzt á að hlusta á Menuhin æfa sig. Eitt sinn er meistarinn hafði setið marga tíma og hlustað á hinn unga fiðluleikara æfa sig, sagði Menu- hin: „Hvers vegna leiðréttið þér mig aldrei, meistari?“ „Það er ekkert að leiðrétta“, var svarið. Menuhin fær 10,000,00 dollara (50,000,00 ísl. kr.) fyir hljómleik og Henry Ford greiddi eitt sinn 20,000 dollara fyrir 15 mínútna leik í útvarpið. Fiðla hans er eitt dýrasta hljóðfæri heims, hin svo- kallaða „Prins-Kihevenhueller“, og var hún byggð af Antonio Stradivarius í Cremona árið 1733. Ekki væri rétt að skilja svo við Yehudi, að eigi væri minnzt á systur hans, Hephzibah Menuhin, en þau héldu mörg sónötukvöld saman, og hafði hún mikla framtíð sem einleikari, en hún lagði listina á hilluna er hún gifti sig, en hún er gift áströlskum manni og á eitt barn. Menulhin er giftur ástralskri konu og á tvö börn. Yehudi er hljómlistin ekki tákn svita og fátæktar, eins og hún hefur verið mörgum fyrirrennurum hans, heldur er hún tákn gleið og hamingju, því Yehudi Menuhin, ástmegi guðanna, hefur verið hleypt inn í innsta musteri listarinnar vegna hinnar guðlegu náðar- gáfu og vegna þeirrar gáfu, að geta hagnýtt sér hana. Nú á dögum á tónskáld því aðeins að semja tón- verk, að hann viti í hvaða tilgangi það er gert. Hindemith. Tónlistin verður að slá eld úr anda mannsins. Beethoven. Það er aðeins til einn Mozart. Rossini. 14 MUSICA

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.