Musica - 01.04.1948, Qupperneq 16
seti Fra/(/(lands sœmdi hana heiðursmerhj
í París í haust. Maður hennar horfir á.
England.
Richard Tauber dó í febrúar í Englandi, og verður
hans getið náar seinna.
I Englandi hefur söngleikur Benjamin Britten,
„The Rape of Lucretia", verið sýndur í 150 skipti.
Nú er einnig byrjað að sýna hana í Bandaríkjun-
um með söngvurum eins og Regina Resnik og Belva
Kibbler í aðalhlutverkunum.
Von er á Philharmoniuhljómsveitinni í Berlín til
London og verður Furtwángler stjórnandi.
Eileen Joyce, hinn frægi brezki píanóleikari, er nú
á förum til Bandaríkjanna í hljómleikaferðalag.
Englendingar hafa nú tekið mynd, er fjallar um líf
fiðlusnillingsins heimsfræga, Paganini.
Myndin er tekin af Joseph Rank kvikmynda'hringn-
um brezka, og eru aðalleikendurnir Stewart Granger,
er leikur Paganini, Phyllis Calvert, er leikur Jeanne
de Vermond, og Cecil Parker, er leikur Garmi, um-
boðsmann Paganinis.
Svo óbeppilega vill til, að myndin er byggð á sögu
Manuels Komroffs, en sú saga er með afbrigðum
væmin og líf snillingsins gert að væminni, viðburða-
snauðri keðju hljómleika og ástarævintýra. En hljóm-
listin er stórkostleg, en hana annast Yehudi Menúhin
og The National Symhpony orc., undir stjórn Basil
Cameron.
Lagavalið er víðast smekklegt og hljómlistin ein
réttlætir að nokkur sjái myndina.
Italir
hafa kvikmyndað Rigoletto eftir Verdi og hefur
myndin hlotið sæmilega góða dóma. Leikendur eru
Michel Simon, leikur Rigoletto, Rossano Brazzi leikur
konunginn og Maria Mercader leikur Gildu.
Benjamino Gigli fer væntanlega í hljómleikaferða-
kg um alla Evrópu á næstunni og mun hann m. a.
koma til Svfþjóðar og Danmerkur. Hvernig er fjár-
hagurinn hérnap Höfum við efni á að ráða hann
hingað ?
Rise Stewens, hin fræga ameríska söngkona, var kjör-
in bezta söngkona Bandaríkjanna árið 1948 í skoðana-
könnun. meðal útvarpShlustenda. Robert Merill var
kjörinn bezti karlsöngvarinn. N.B.C. sinfóníuhljóm-
sveitin var kjörin bezta hljómsveit landsins. Arthur
Rubinstein bezti píanóleikarinn og Jastíha Heifetz
bezti fiðluleikarinn. Toscanini var kjörinn bezti stjórn
andinn og organisti E. Power Biggs.
Kirsten Flagstad, norska söngkonan fræga, hefur
verið á hljómleikaferðalagi um Bandaríkin, en þar
ætlar hún að líkindum að setjast að, en hún yfirgaf
Noreg í fússi, er maður hennar var dæmdur fyrir
föðurlandssvik.
Danmör/(.
Konunglegi ballettinn í Kaupmannahöfn mun fara
til Belgínu og Hollands og að líkindum Frakklands
á næstunni.
Ballettmeistarinn Harold Lander er nú að æfa pró-
gram fyrir hina fyrirhuguðu ferð og verður efnisskrá-
in samsett af dönskum dönsum og dönsum annara
þjóða.
I þessari ferð ballettsins mun taka þá auk ballett-
meistarans fyrsta ballettdansmærin Margot Lander og
margir af hinum yngri kröftum ballettsins m. a. Inge
Sand, Stanley Williams og íslendingurinn Friðbjörn
Björnsson, en þessi þrjú hafa öll gist Island.
England.
Þorsteinn Hannesson söngvari 'hefir verið ráðin við
Covent Garden söngleikahúsið í London.
Þorsteinn hefir undanfarið notið kennslu hins fræga
kennara Joseph Hyslop.
Er þetta mikill heiður fyrir hinn unga söngvara, þar
eð aðeins úrvals söngvarar komast að þessu aðalleik-
húsi Lundúna.
16 MUSICA