Musica - 01.04.1948, Page 24
VAGN KAPPEL :
Saga fónlistarinnar
1. grcin.
Hljómlistin frá 300—1600 e. Kr.......................
I byrjun var hljómlistin, eins og allar aðrar listir,
iðkuð í sambandi við trúartrögðin. Myndlist Evrópu
hefst með skreytingum kirknanna og hljómlistin
kemur fram í söng hinna fyrstu kristnu safnaða,
hljómlistin var notuð sem s'kreyting hinna helgu at-
hafna.
Auðvitað var einnig hljómlist í hinni grísk-róm-
versku fornöld, og er hið rómverska ríki leið undir
lok, var hljómlistin þroskuð orðin. Sama má segja
um tónsmekk þjóðarinnar, en það lítur ekki út fyrir
að sú hljómlist hafi haft nein áhrif á hina rómversku
kristnu guðáþjónu'stu „Liturgi“, en svo var kölluð hin
músíkalska hlið guðsþjónustunnar. Margir hinna fyrstu
kristnu manna voru nefnilega Gyðingar, er höfðu
tekið kristni, og það varð til þess að hinir hebresku
musterissöngvar voru teknir án breytinga inn í messu
fornkirkjunnar. Með útbreiðslu kristninnar varð
hljómlistin þó fyrir áhrifum frá hinni gömlu, deyjandi
hljómlist og fékk frá henni tónkerfiÖ.
Fyrir Dúr og moll.
Eitt af því fyrsta, er hver hljómlistarkennari reynir
að berja inn í nemendur sína, eru hin tvö tónbrigði,
er hafa einkennt hljómlistina síðustu 200 ár, Dúr og
moll.
Nú skulum við athuga þessi tvö tónbrigði.
^ Moll er aftur á móti tvenns konar, hljómhæfur og
söngharfur. Upprunalega var aðeins hinn hljómhæfi
moll notaður, en þar eru litlu bilin milli 2. og 3., 5. og
6., 7. og 8. tónbils, en milli 6. og 7. tónbils er stækkað
bil, og það gerir að þessi molltegund verður illa fallin
til söngs. Þá var það ráð tekið að hækka 6. tón eins og
þann 7., og þannig varð til sönghæfur moll.
Þá eru smáskrefin tvö, milli 2. og 3., 7. og 8. tóns,
en hin bilin öll stór.
Niður á við er röðin með öðru móti, hækkanirnar
eru felldar burtu og smáskrefin eru milli 6. og 5., 3.
og 2. tóns.
Takið eftir skyldleik Dúr og sönghæfs molls, takið
t. d. a-moll og C-Dúr og þá fáið þið sammarka tón-
tegundir, C-Dúr er sammarka a-moll.
En skiljanlega væri hægt að hugsa sér tóntegundir
þar sem hálftónarnir væru settir á annan hátt, og í
hlómlistarsögunni, þ. e. a. s. hinum fyrstu 1500 áru.m
hennar, voru lfka notaðar ólíkt fleiri tóntegundir en
hinar ofannefndu, og á tímum fornkirkjunnar voru
notaðar átta tóntegundir, hinar svokölluðu „kirkju-
tóntegundir“.
Fyrir utan grunntóninn, er myndar nokkurs konar
kjarna, er melódían byggist á, hafði hver tóntegund
enn einn aðalhljóm, nefnilega „Dominantinn". I hinni
dórísku tóntegund er t. d. d og a grunntónn og dom-
inant.
í Dúr eru smáskrefin milli 3. og 4., 7. og 8. tóns,
röðina má bæði hækka og lækka, en þess verður að
gæta, að skrefin færist ekki úr stað.
Eins og sjá má af tóndæminu hafa þessar tónteg-
undir sama grunntón tvær og tvær.
Við þessar tóntegundir bættust seinna tvær, hin
24 MUSICA