Musica - 01.04.1948, Side 27
Dansliljómsveitir 1.
Karl Jónatans
og hljómsveit hans
I Kabarett Iþeim, er var haldinn til ágóða fyrir.
barnaihjálpina söknuðu margir einnar hljómsveitar,
er hefur upp á síðkastið aflað sér mikilla vinsælda,
en það var Ihljómsveit Karls Jónatans, en við treystum
á að þetta endurta'ki sig ekki, þar sem ekkert álitamál
er, að Karl Jónatans hefur með sínum sérstaka stíl
skapað sér nafn meðal íslenzkra danshljómsveita.
Karl Jóntans er fæddur 24. febr. 1924 og er því 24
ára að aldri. Hann fæddist á Blikalóni við Rifstanga,
Norður-Þingeyjarsýslu. 10 ára gamall fékk hann har-
moniku að gjöf frá föður sínum og varð Ihón þegar
eftirlætisleikfang 'hans.
Varð hann brátt eftirsóttur til að leika á skemmt-
unum og er skemmst frá að segja að hann lék á har-
monikuna í 11 ár og varð þekktur um allt land.
En þá kynntist hann saxófóninum og tók að leika
á tenór sax og hefur leikið á hann síðan.
Fyrstu hljómsveit sína stofnaði hann 19 ára að aldri
á Hótel Norðurland og ihann hefur síðan leikið með
hinum og þessum hljómsveitum og einnig sjálfur
haft nokkrar, en síðasta sumar kom hann upp þeirri
hljómsveit, er hann hafði lengi óskað sér, og má
segja að Karl hafi haft mikil áhrif á 'hvern einstakling
innan hljómsveitarinnar, 'hann hefur kennt þeim öll-
um og yfirleitt unnið mi'kið Ieiðbeinandastarf, enda
lætur honum það vel.
Hljómsveitina skipa nú:
Karl Jónatans, Tenor sax, stjórnandi.
Karl Adolfsson, clarinett.
Páll Olafsson, bassi.
Jón Óskar Asmundsson, píanó.
Arnljótur Sigurðsson, trommur.
Söngkona með hljómsveitinni er Lilly Björgvins-
dóttir.
Leikur hljómsveitin mikið Dixieland, en það er
uppáhaldsstíll Karls, og er líklegt að hljómsveitin bæti
við sig einum manni, trompetleikara, en ekki er
ákveðið enn hver það verði.
Karl hefur ávall't útsett fyrir hljómsveitina, og sjálf-
um finnst Karli meira gaman að útsetja en að leika á
saxófóninn, auk þess hefur (hann samið nokkur lög,
og hefur hljómsveitin leikið tvö þeirra í útvarpið.
Söngkona hljómsveitarinnar, Lilly Björgvinsdóttir,
hefur skemmtilega rödd og með góðri og mikilli
þjálfun mun ekki vera ólíklegt að við fengjum að
heyra sérkennilega söngkonu innan mjög langs tíma.
Með 'hljómsveitinni ríkir sérstakur vinarbragur, og
það léttir æfingar sllkrar hljómsveitar mikið, þegar
góður kunningsskapur ríkir milli meðlimanna.
Karl Jónatans á mikla framtíð fyrir sér með hljóm-
sveit sína. Er 'hann hefur losað sig við hlédrægni sína
mun hann fá lofa að verðleikum.
Eftirlætishljómsveit Karls er Ellington, en litlar
hljómsveitir Goodman sextettinn, Muggsy Spanier
með septett og Harry Parry með sextett, en einleikari
— auðvitað Hawkins.
Ekki væri rétt að skilja svo við hljómsveitina, að
eigi sé minnzt á clarinettleikarann Karl Adolfsson.
Karl er tvímælalaust mikið efni, og ef hann gæ-ti hrist
af sér þann „feimnishjúp“, er hvílir yfir honum, má
búast við miklu af honum.
Björn R. Einarsson hafði einmitt lokið við að syngja
Chi Baba — Qlii Baba, er ung blómarós kom til hans
og bað hann að syngja Chi Baba — Chi Baba.
„Ég var einmitt að ljúka við að syngja það,“ sagði
Björn undrandi.
„Ó, bara að ég hdfði vitað það,“ stundi hin fagra,.
„það er nefnilega uppáihaldslagið mitt.“
MUSICA 27