Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Page 3

Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Page 3
Sjómanna- dagurinn 3» r r . )um Sjómannadagurinn, sA fjórtándi í röðinni, verður haldinn hátíðlegur í Reykjavík og í kaupstöðum og sjávarþorpum víðsvegar um land, sunnudaginn 3. júní. í Reykjavík verða hátíðahöldin með líku sniði og síðastliðin ár; kl. 14 hefst minningarathöfn við Austur- völl, þar sem biskupinn yfir íslandi flytur minningarorð um látna sjómenn, en síðan hefjast ávörp siglingamálaráðherra og full- trúa sjómanna, en að því búnu afhendir for- maður sjómannadagsráðs verðlaun sjó- mannadagsins; lúðrasveit leikur milli atriða og að lokum verður þjóðsöngurinn leikinn. Kvölddagskrá útvarpsins verður helguð sjó- mannadeginum, og verður þar meðal annars flutt erindi um dvalarlieimili aldraðra sjó- manna. ' Árið 1939 var ákveðið að tekjum af hátíða- höldum sjómannadagsins hér skyldi varið til byggingar dvalarheimilis fyrir aldraða sjó- menn og nemur byggingarsjóður nú hálfri þriðju milljón króna. Þá hefur og dvalar- heimilinu verið valinn staður, norðvestan í Laugarásnum í Langholti. Er þaðan víðsýnt mjög, sézt vestur yfir höfnina, út á flóann, yfir Kollafjörð og Sund. Myndirnar eru frá hátíðahöldum sjómannadagsins í Reykjavík. Á efri myndinni getur að líta stakkasunds- menn, en á þeirri neðri sést Henry Hálfdánarson, sem verið hefur for- maður sjómannadagsráðs frá byrjun afhenda konu lifrarbræðslumanns verðlaunabikar, sem maður hennar hefur hlotið fyrir bezta hagnýtingu lifrar, ÚTVARPSBLABH) 3

x

Útvarpsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.