Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Page 7

Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Page 7
Hoederer, gamall og reyndur baráttumaður, vill ganga til samvinnu við borgaraflokkana i landinu um myndun samsteypustjóérnar, en aðrir telja það hið mesta óráð og augljóst brot á stefnu flokksins. Mótstöðumenn Hoederers afráða að láta myrða hann og velja ungan flokksmann, Hugo, til þess að framkvæma það verk. Er það hugsjónamaður, kominn af auðugu fólki, sem vill sýna og sanna hollustu sína við flokk- inn með slíkri dáð. Hann myrðir Hoederer. Hugo fær fangelsisdóm fyrir morðið. Hann situr inni í þrjú ár. Þegar hann er laus, leitar hann til aðalstöðva flokksins, en á meðan hann sat í fangelsinu, hefur hann orðið þess áskynja, að margt kunni að hafa breyzt. Hann fær líka fljótt sönnun þess. Forráða- menn flokksins standa nú í nánu sambandi við móðurflokkinn rússneska. Og það hefur komið upp úr dúrnum, að stefna Hoederes var'hin eina rétta; hann er því talinn flokks- helgur píslarvottur, og rætt hefur verið um að reisa honum líkneski, — en Hugo hefur drýgt morð og brotið af sér velþóknun flokks ins, sem hefur reynt að láta líta svo út, sem Hugo hafi gengið afbrýði til verknaðarins, en flokksáhrif hafi þar ekki verið um að ræða. Það er því aðeins um eitt að gera, — flokk- urinn verður að refsa Hugo fyrir alvarlegt agabrot, og ekki er um nema eina refsingu að ræða. Jean-Paul Sartre er talinn einn athyglis- verðásti núlifandi rithöfundur Frakka. Hann er prófessor í heimspeki, og höfundur og brautryðjaudi nýrrar heimspekistefnu. Hann hefur samið mikið af smásögum, viðamiklar skáldsögur og heimspekirit. Mesta eftirtekt hafa leikrit hans þó vakið, en auk sjónleiks- ins „Flekkaðar hendur“, hefur hann samið fjóra sem allir hafa náð mikilli frægð; „Flug- urnar“, „Luktar dyr“, „Dauðir án grafar“ og „í nafni velsæmisins“, en það leikrit hefur verið flutt í útvarpið fyrir nokkru síðan. LARUS PÁLSSON hlaut óskipt lof allra fyrir leikstfórn og svið- setningu sjónleiksins „Flekkaðar hendur', en sjónleikurinn krefst mikillar kunnáttu, smekk vísi og hugkvæmni, svo að hann njóti sín. Lárus er einn hinna þriggja fastráðnu leik- stjóra þjóðleikhússins, og hefur þegar unn- ið eftirminnilega sigra í því sviði, til dæmis leíkstjóm og sviðsetningu sjónleiksins „ís- landsklukkan“ eftir Halldór Kiljan Laxnes. Þess utan er Lárus Pálsson einn snjallasti „karakterleikari“, sem við eigum ná, og hafa margar þær persónur, sem hann hefur skapað á leiksviði, orðið leikhússgestum ógleyman- legar. Ef til vill er þó Karl Frakkaprins í leik- riti Bernard Shaw „Heilög Jóhanna“, mesta afrek Irans á því sviði, og einstætt í sinni röð vegna hins djúpa skilnings og hnitmiðaðrar túlkunar sem persónusköpun leikarans hygg- ist á, Útvarpshlustendum er Lárus Pálsson :ið góðu kunnur sem leikstjóri og leikari í mórgum útvarpsleikritum. Sjá myndir úr leikritinu á næstu síðu ÚTVARPSBLAÐIÐ 7

x

Útvarpsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.