Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 15

Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 15
Um gurdvi’kjju Útdráttur úr útvarpserindi eftir Sigurð Sveinsson, garðyrkjuráðunaut Reykjavíkurbæjar. Það ætti að vera föst regla, að um leið og teikning er gerð af íbúðarhúsinu og niælt fvrir því, geri menn sér jafnframt Ijóst, hvernig bezt muni vera að skipu- leggja væntanlegan skrúðgarð á lóðinni, og bezt fer á þvi, að húsið og garðurinn myndi einskonar heild; væri því gott að húsameistarinn og garðyrkjumaður- inn hefðu nokkra samvinnu í þessum efnum. í niörg- um tilfellum væri það vinnusparnaður, ef hægt væri að flytja moldina strax, þegar grafið er fyrir húsinu, á heppilegan stað til uppfyllingar í hinum væntan- lega garði, sé liún nothæf til þeirra hluta. Þótt skipu- lagning garðsins sé framkvæmd af garðyrkjumanni, ráða óskir garðeigenda oftast mestu um skipulagið, hlutverk fagmannsins er svo að samræma þessar ósk- ir, svo að sem bezt heildarmynd náist i skipulag garðsins, og þegar til framkvæmdanna kemur, finnst mörgum sinn garður of litill, til þess að hægt sé að skapa nægilega fjölbreytni í útliti hans. Sé gert ráð fyrir stórum skrúðgarði, væri æski- legt að kostnaðaráætlun væri gerð þegar í upphafi, svo að kostnaðurinn fari síður frani úr getu húseig- anda. í mörgum tilfellum er hægt að skipuleggja fallegan garð án mikils tilkostnaðar, sé í upphafi reynt að samrýma það fallegasta, en þó það ódýrasta, eftir því sem framkvæmanlegt er. Nútíma kröfur fólks, varðandi skrúðgarða, er að garðurinn sé vel skipulagður og skemmtOegur og fremur einfaldur að gerð, þannig að viðhaldskostnaðurinn sé viðráð- anlegur. Þá ber að athuga, að aðallínur garðsins verða að vera í sem beztu samræmi við húsið, ennfremur að götur og gangstígir liggi vel við allri umferð. Garðurinn er raunverulegur hluti heimilisins, og sé hann fallegur, er hann prýði fyrir umhverfið. Hvað gróður í garðinum snertir, þarf þar einnig að gæta samræmis; tré, blómabeð og grasfletir verði í sam- rænii við hvað annað og einnig i samræmi við garð- hús eða lystilnis, gosbrunna og annað, sem í garðinum er, eðá á að vera. Allur viðkvæmilr gróður þarf þó að verá á þeim stað, sem hann verður ekki fyrir á- troðningi. Mikið er hægt að prýða útlit margra húsa með vafningsviðum, sem klífa upp með hliðuni þeirra, það gerir húsin einkar hlýleg og aðlaðandi. Dæini þess má sjá viða, bæði í Hveragerði og Revkja- vík; eru þar einkum tvær vafningsviðartegundir, sem ná hér ágætum þroska, en það er „humallinn", (Humulus lupules), sem bæði er auðræktuð jurt og harðger, — og „vafningsklukka", eða Convulus öðru nafni. Til að ná sem beztum heildarsvip á samliggjandi hverfi, er æskilegt að allur gróður nieðfram aðalgöt- um sé í sem beztu samræmi við gróður á þeim slóð- um, sem að liggja. Skapar það skemmtilegri heildar- svip, þegar farið er eftir götunni. Þegar rætt er um skrúðgarða, þar sem landslagið er látið ráða mestu um skipulagningu garðsins, verð- ur mér fyrst í huga „HeUisgerði“ skemmtigarðurinn í Hafnarfirði. Þessi garður er með fallegustu blettum hér á landi, þarna ræður landslagið mestu um útlit garðsins og samrýmist því umhverfinu á skemmti- legan og eðlilegan hátt. Að vísu er landslagið þarna með dálítið sérkennilégum svip, en liversu margir em ekki þeir staðir hér á landi, sem hafa upp á svipuð skilvrði að bjóða? Og Hafnfirðingum hefur líka skil- ÚTVARPSBLAÐIÐ 15

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.