Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Síða 19

Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Síða 19
SJONVARPSUPPTAKA. — Hljóðnemhin er á hreyfanleg.ri slá, og komið þannig fyrir, að hann sjáist ekki á myndinni. fólk vill sjá, og byggja þá þekkingu sína á vísindalega nákvæmum og skipulögðum at- hugunum. Hinsvegar má telja víst, að íþrótta- kappleikir verði kærkomið dagslirárefni í sjónvarpi, sömuleiðis ýmiss atriði úr athafna- lífi og starfi manna, fréttnæmir atburðir svo sem ýmsar sýningar og samkomur og að sjálfsögðu sjónleikir og mörg skemmtiatriði, sem einkum „tala“ til augans; má þar til nefna listdans, „revíur“, leikfimi og annað þessháttar. Vart mun koma til greina, að upplestur eða fyrirlestrar verði á dagskiá sjónvarpsins, nema því aðeins, að efnið sé vel til þess fallið, að fluttar séu myndir eða myndaþættir því til skýringar, og er ekki ósennilegt, að þá aðferð megi nota með góð- um árangri, þegar um ferðasögur eða viss fræðsluerindi er að ræða. Þá er og ekki ó- seunilegt, að talsvert verði gert að því að sjónvarpa fréttamyndum, en þau vandkvæði eru á slíkri fréttastarfsemi, að kvikmynda- tökumaðm- verður að vera viðstaddur, er atburðurinn gerizt, svo að unt sé að birta fréttina í sjónvarpi, en slíkt kemur vart til greina, þegar um skyndilega eða óvænta atburði er að ræða. Loks er að ípinnast á sjónvarpsflutning venjulegra kvikmynda, sem öll líkindi eru til að verði svo kærkomið sjónvarpsefni, að eigendum kvikmvndahúsa stendur ógn af þeirri þróun, sem sjónvarpið kann að valda á því sviði. Samkvæmt þeirri reynslu, sem fengist hef- ÚTVARPSBLAÐIÐ 19

x

Útvarpsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.