Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Page 3

Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Page 3
Viðtal við Vilhjálm Þ. Gíslason útvarpsstjóra Hinn 1. febrúar s. 1. var Vilhjálmur Þ. Gíslason skipaður í embætti útvarps- stjóra. Vilhjálmur Þ. Gíslason er það gamall og góður kunningi útvarpshlust- enda, að ekki þarf að kynna þeim hann, svo vel hefir hann kynnt sig sjálfur, bæði sem fyrirlesari og ráðunautur út- varpsráðs, enda mun enginn útvarps- maður hafa notið almennari hyllÞhlust- enda um land allt, en einmitt hann. Þeg- ar valið er í virðuleg embætti, vilja oft skapast nokkrar deilur um valið, því oft eru skiftar skoðanir um hverjum heiðurinn ber, en skipun Vilhjálms í út- varpsstjóraembættið, hefur ekki sætt gagnrýni úr neinni átt; svo sjálfsagt þótti að vandi og vegsemd þeirrar stöðu yrði lögð á hans herðar. Eins og kunnugt er, er Vilhjálmur Þ. Gíslason sonpr hins þjóðkunna skálds og blaðamanns Þorsteins Gíslasonar og konu hans, Þórunnar Pálsdóttur. Að loknu námi í ísl. fræðum var Vil- hjálmur um skeið ritstjóri Lögréttu á- samt föður sínum. Skólastjóri Verzlun- arskólans hefir hann verið í rúm 20 ár, en auk þess gegnt margvíslegum störf- um öðrum í þágu ýmissa menningar- mála; m. a. átt sæti í Þjóðleikhúsráði frá því leikhúsið tók til starfa og verið ráðu- nautur þess um leikritaval. Hinn nýskipaði útvarpsstjóri er mað- ur á bezta starfsaldri, 55 ára. Hann er kvæntur frú Ingu Árnadóttur. Vilhjálmur útvarpsstjóri hefir sýnt Útvarpstíðindum þá vinsemd, að svala nokkuð forvitni þeirra og svara eftir- farandi spurningum : 1. Hvert er hið eiginlega verksvið út- varpsstjóra ? Samkvæmt lögum og reglugerð út- varpsins, annast útvarpsstjóri allt það, sem lýtur að rekstri útvarpsins, skrif- stofuhald, daglega stjórn og fjárreiður útvarpsins, gerir árlega fjárhags- og rekstraráætlun, annast undirbúning dag- ÚTVARPSTÍÐINDI 3

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.