Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Side 6

Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Side 6
JÓNAS ÞORBERGSSON LÆTUR AF EMBÆTTI Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri lét af embætti sínu um s. 1. mánaðamót, eftir rúmlega-20 ára gifturíkt starf sem fyrsti forstöðumaður íslenzka Ríkisútvarpsins, og jafnframt sá maður, sem drýgstan þátt hefir átt í vexti þess og viðgangi. Hér er því miður ekki rúm til að skrifa þá sögu, en vonandi eiga Útvarpstíðindi eftir að gera henni fyllri skil. En nafn Jónasar útvarpsstjóra mun ætíð verða nátengt þroskasögu ísl. Ríkisútvarpsins, allt frá byrjunar viðleitni þess og fram á þennan dag, en nú eru „íslendingar komnir í fremstu röð þjóða um útvarps- not“, eins og fráfarandi útvarpsstjóri komst að orði í kveðjuávarpi er hann flutti í útvarpið 27. jan. s. 1. Hann segir ennfremur í sama ávarpi: „Ég álít, að hvorki ráðamenn fjár og framkvæmda í landinu né þjóðin í heild hafi enn sem komið er, gert sér fulla grein fyrir því, hvers virði útvarpið hefir verið og muni verða þjóðinni. — Menn láta sér sjást yfir það, að útvarps- dagskráin hefir lyft þekkingarstigi allr- ar þjóðarinnar til stórra muna. Menn láta sér sjást yfir það, að útvarpið er farvegur þeirrar andlegu sköpunar- orku, sem býr með þjóðinni.“ Það er von Útvarpstíðinda, að bæði ráðamenn fjár og framkvæmda og þjóð- in í heild, gefi gaum að þessum orðum Jónasar Þorbergssonar og skilji til fulls hvílík lyftistöng útvarpið hefir orðið menningu vorri og öllum andlegum að- búnaði, en þá mun líka þáttur fráfar- andi útvarpsstjóra einnig metinn að verðleikum. Við höfum fengið leyfi Jónasar til að birta í þessu blaði niðurlagið á kveðju- ávarpi hans, til hlustenda, sem vitnað er í hér að framan. Að beiðni Þjóðminja- safnsins var þessi ræða tekin á plötu úr varanlegu efni, og verður þannig rödd fyrsta útvarpsstjórans á íslandi varðveitt í safninu um langan aldur. „Ég er kominn hér til að kveðja og ég er kominn til að þakka öllum þeim, sem hafa auðsýnt mér drengskap og vináttu og stutt mig í starfi síðan 1930. Ég hefi þegar nefnt nöfn nokkurra þeirra manna, sem hafa unnið frumstörf í hin- um ýmsu greinum. Enn eru þó margir ótaldir, en vandratað er meðalhófið. Guðrún Reykholt var fyrsti starfsmaður minn í útvarpinu og hún vinnur þar enn. Meðal fyrstu starfsmanna, sem enn vinna í stofnuninni, eru þeir Dagfinnur 6 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.