Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Page 8

Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Page 8
Þið hafið alveg nýiega glatt mig með fögru samkvæmi, hlýjum orðum, sæmt mig hrósi, fært mér og konunni minni fagrar gjafir. Ykkur þakka ég alveg sérstaklega, þegar vel tekst um samstarf, svo langt sem hér um ræðir — um þriðj- ungsskeið verkfærrar ævi — þá verða slit samvista og samstarfs ávallt bundin sársauka. Og hví skyldi mér hrósað og þakkað en'ykkur gleymt? Hví skyldi ykkur gleymt, sem hafið unnið nálega allt verk- ið. Þið og ýmsir, sem farnir eru, hafið byggt upp heilar starfsdeildir. Þið hafið með eljusemi ykkar og dugnaði í starfi gert það fært, að þoka málefnum út- varpsins og vexti þess til þeirra marka, þar sem við stöndum í dag. Og þið hald- ið áfram að starfa þótt ég hverfi úr hópnum. — Og maður kemur í manns stað. Ég óska eftirmanni mínum í þessu starfi, hver sem hann verður, til ham- ingju. Ég vona og bið þess, að með hon- um og ykkur megi takast gott samstarf. Og ég heiti á ykkur að veita honum samskonar brautargengi og þið hafið veitt mér. Ég kveð ykkur öll fullviss um það, að yfir 20 ára samstarf hverf- ur ekki né glatazt. Það heldur áfram að vera í lí-fi okkar sjálfra og í lífi þjóðar- innar — og það heldur áfram að vaxa. Og svo að lokum nokkur varnaðarorð til þjóðarinnar. í dag, við brottför, er ég mér þess meðvitandi, að hafi ég unnið nokkurt happaverk í þjónustu Ríkisút- varpsins, þá var það sú tilhlutun mín, að fá tekin inn í 5. gr. útvarpslaganna á- kvæðin um það, að við útvarpið skuli ríkja skoðanfrelsi og fyllsta óhlut- drægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í almennum málum, atvinnu- stofnunum, félögum og einstökum mönnum. Vegna þessara ákvæða hefir Ríkisútvarpið getað þjónað sönnu lýð- ræði. Það hefir getað risið yfir og stað- ið óháð pólitískri flokkabaráttu. Vegna þessara ákvæða hefir það getað ástund- að sannindi og þjcnað óhlutdrægni og sönnu réttiæti. Því er almennt treyst, að útvarpið vilji segja satt cg rétt frá stað- reyndum. Þess er almennt krafizt, að það virði og verndi í starfi sínu jafnan ,rétt allra manna. — Fyrir því verða þetta mín síðustu varnaðarorð og eggjan: Standið fast á verði, íslendingar, um þessa helgu skyldu, um þennan helga rétt. Góða nótt.“ Nokkrar erlendar útvarpsstöðvar Banmörk: Kalundborg I 1224 m. Kaup- mannahöfn 202 m (aðeins kl. 19,15—22). Stuttbylgjur 49,50 m (kl. 18,40—22,15). Svíþjðð: Falun 245 m. Hörby 254,7 m. Gauta- borg 306,1 m. Stokkhólmur 388,1 m. Noregur: Stavanger 288 m. Bergen, Kristian- sand 337,1 m. Oslo 1376 m. Belgía: Bruxelles 324 m. England: General Overseas Service 16,99 m, 19,85 m, 25,64 m, 30,53 m. Home Service 434 m, 261 m. Light Programme 1500 m, 247 m. . Finnland: Helsingfors 538,6 m. Lahti 1181 m. Frakkland: National 249 m, 347 m. París 498 m, 422 m, 379 m. Ilolland: Hilversum I 402 m. Hilversum II 298 m. Ítalía: Róm 355 m. Þýzkaland: Bayerische Rundfunk 218 m, 375 m, 48,7 m. Berlin Rias 303 m, 439 m. Bremen 220,6 m. Sviss: Beromunster 567,1 m. Austurríki: Vín II 203 m. Séuð þér ánægður með Útvarpstíðindi, þá ráðið vinum yðar til að kaupa þau. Séuð þér óánægður með þau, þá ráðið óvinum yðar til að kaupa þau. — 8 ÚT V ARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.