Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Page 9

Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Page 9
KVEÐJUORÐ Ég er kominn til að kveðja. Ég hef sagt af mér, eins og ríkisstjórn í lýðræðislandi, sem ekki hefur tekist ,þrátt fyrir góðan vilja, að verða þjóð sinni að skapi um úrlausn mála. —1 Nú skortir ekki lesefni á Islandi; og til hvers skyldi íólk sitja á skólabekkjum árum saman og lxra crlend tungumál, ef þaö fengi svo ekki átölulaust að nota menntun sína til þess að lesa það úrvali erlendra tímarita, sem nú er á boðstólum? Ekki gat ég þó að því gert, þótt mér rynni það til rifja, er síðasta blað Útvarpstíð- inda — með Gunnar Gunnarsson skáld á for- síðu, hvarf á bak við dönsk familíublöð og amerisk kvikmyndarit í bókabúðunum hérna í Reykjavík; en mér er málið skylt. — Enn ein tilraunin til að halda út bókmenntablaði á ís- landi hefur mistekist. En Utvarpstíðindi verða áð lifa. Nú taka við þeim nýir menn, sem ætla að leggja á það á- herslu, að gera ritið að skemmtilegu útvarps- blaði. Þeir hafa að mörgu leyti góða aðstöðu til að láta það takast. Ég vona, að hinir mörgu vinir Utvarpstíðinda út um landsins byggðir, veiti þeim aðstoð sína. Er ég nú' kveð Útvarpstíðindi, vil ég nefna einn mann, sem ég þakka sérstaklega fyrir drengilegan stuðning við ritið, fyrr og síðar. Það er Jónas Þorbergsson, fyrrverandi útvarps- stjóri. í samráði við hann voru Útvarpstíðindi upphaflega stofnuð. Hann skildi manna bezt nauðsyn þessa rits, og taldi alltaf sjálfsagt, að Ríkisútvarpið styddi það fjórhagslega og á ann- an hótt, svo að það gæti, við hlið síns stóra bróður, gegnt því hlutverki, sem því var og verður jafnan ætlað: að styðja Ríkisútvarpið í menningarbaráttu þess, en vera jafnframt vett- vangur fyrir gagnrýni fólksins. — Hann mat góðan vilja þeirra, sem að þeim stóðu. Fyrir þetta ber okkur að þakka honum. Ég óska svo lesendum Útvarpstíðinda alls góðs og þakka samfylgdina nú og áður. Jón úr Vör. Ég hef nú selt þeim, Guðm. Sigurðssyni, rit- stjóra og Jóhannesi Guðfinnssyni lögfræðingi, útgáfurétt og eignir Útvarpstíðinda. Ég á þó öll útistandandi árgjöld fyrir 1952, enda eru nokkur víxlagrey í lánsstofnunum hér syðra, sem greiða þarf. Enn fremur held ég eignarrétti á nokkrum hluta af upplagi Útvarpstíðinda 1952. Heyrt og séíi á tónleikum Það bar til nýlundu á dögunum, að hér var á ferðinni hljómsveit bandaríska flughersins — The U. S. Air Force Band — og voru tónleikar, sem hún hélt fyr- ir styrktarmeðlimi Tónlistarfélagsins teknir á segulband og útvarpað hinn 17. febr. s. 1. Hljómsveit þessi telur um 75 meðlimi og er talin ein hin glæsilegasta sinnar tegundar, sem völ er á. Þá var og með hljómsveitinni mjög skemmti- legur karlakór, og vöktu tveir einsöngv- arar hans mikla athygli. Efnisskrá tón- leikanna var mjög vönduð. Voru á henni m. a. verk eftir Rossini, Tschaikowsky, Schostakowich og Katschaturian. Þá lék hljómsveitin og „amerískan jazz“ eftir Hill, og var honum tekið með miklum fögnuði, enda ekki ófróðlegt að sjá þenna fjölmenna hóp hljóðfærablásara úr landi jazzins sýna þá „list“. Þegar Ragnar í Smára, form. Tónlistarfélags- ins tilkynnti áheyrendum að þau ósköp ættu að ske, komst hann m. a. svo að orði, að mörgum mundi leika forvitni á að sjá leikinn jazz, og bætti svo við: „Ég segi sjá, því við, sem eldri erum, lítum á slíkt sem nokkurs konar fim- leikasýriingu." Annars voru tónleikar hinnar amer- ísku hljómsveitar hinir ánægjulegustu og mikill fengur tónlistarlífi borgarinn- ar og útvarpshlustenda. — Eins og þeir muna, sem fengu boðsbréf mitt um Útvarpstíðindi s. 1. vor, gerði ég ráð fyrir að reka ásamt útgáfunni fyrirtæki, sem heita átti Bókamiðlun. Nú mun ég snúa mér að því verkefni, og verða birtar hér í ritinu orðsend-- ingar frá mér um það nú á næstunni. J. ú. V. ÚTVARPSTÍÐINDI 9

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.