Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Side 13

Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Side 13
Þá hefst nýr flókkur í tónlistarkynningu útvarpsins: Um Bach. Árni Kristjánsson flyt- ur. Mun Árni flytja æviminningu Bachs eftir Forker, og er þessi æviminning talin ein bezta heimild, sem til er um ævi þessa mikla tónsnillings. FIMMTUDAGINN 12. MARZ: Sinfónískir tónleikar: a) Konsert fyrir flautu, hörpu og hljómsveit eftir Mozart. (Marcel Moyse, Lily Lasline og hljómsveit undir stjórn Piero Coppola leika), b) Sinfónía nr. 1 í C-dur eftir Beethoven (NBC sinfóníu- hljómsveitin; stjórnandi Toscanini). FIMMTUDAGINN 19. MARZ: Sinfónískir tónleikar: a) Fiðlukonsert nr. 2 í g-moll eftir, Prokofjev (Jascha Heifetz og sinfóníuhljómsveitin í Boston; stjórnandi Koussevitzky). b) „Symphonic Studies" eftir Alan Rawsthorne (Philharmonia hljómsveit- in í London leikur; stjórnandi Constant Lam- bert). Þá mun og mega vænta á næstunni strengja- kvartetts Björns Ólafssonar (Björn Ólafsson, Josef Felzmann, Jón Sen og Einar Vigfússon). Kvartettinn leikur í útvarpið kvartetta eftir Beethoven op. 18, sex talsins, með stuttu milli- bili. Björn Ólafsson mun flytja inngangsorð að þessum flokki. Rögnvaldur Sigurjónsson leikur Píanó- sónötu nr. 7 op. 83 eftir Prokoffjev. Rögn- valdur hefur lagt mikla stund á að túlka nú- tímatónlist. Á tónleikum, sem hann hélt í vetur, lék hann m. a. þessa sónötu Prokofjevs og þótti takast með ágætum. Verður í útvarp- inu bráðlega. Þá megum við eiga von á, að fluttir verði af segulbandi tónleikar Elísabetar Haraldsdóttur, sem haldnir voru í Austurbæjarbíói fyrir skömmu. Elísabet lék þar píanósónötu í Es-dúr op. 110 eftir Beethoven og fjögur Impromtu eftir Schubert. Auk þess lék ungfrúin á klari- nett með aðstoð Sinfóníuhljómsveitarinnar klarinettkonsert eftir Mozart. Robert A. Ottós- son stjórnaði hljómsveitinni. Samband ísl. karlakóra 25 ára ÁGÚST BJARNASON formaður sambandsins. Samband íslenzkra karlakóra verður 25 ára þann 10. marz n. k. og mun minn- ast þeirra tímamóta með samsöng Karla- kórs Reykjavíkur, karlakórsins Fóst- bræðra, karlakórsins Svanir frá Akra- nesi og karlakórsins Þrestir frá Hafnar- firði í Gamla Bíó sunnudaginn 15. marz. Væntanlega verður samsöngnum út- varpað, og munu margir hlustendur hugsa gott til, því kórsöngur, og þá ekki sízt karlakórsöngur hefir jafnan notið mikillar hylli þeirra. Innan sambandsins eru nú 17 kórar, er telja samtals um 500 kórfélaga. For- maður þess nú og undanfarin ár er Ágúst Bjarnason. ÚTV ARPSTÍÐINDI 13

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.