Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Qupperneq 16

Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Qupperneq 16
TVÆR KONUR RÆÐAST VIÐ eftir Arkardij Awertschenko. Hálfrokkinn, auður, járnbrautarklefi á öðru farrými. Ég fæ mér sæti úti í horni og halla mér makindalega afturábak. Dyrnar opnast og tvær konur koma inn. „Sjáið þér bara, hvað hér er notalegt," segir mjúk sópranrödd. „Ég vissi þetta. Síðasti vagn- inn er alltaf auður....Maður getur þó a. m. k. talað feimnislaust saman....... Gjörið þér svo vel og setjist þarna. Sáuð þér annars hve dökkhærði liðsforinginn á járnbrautarstöðinni horfði dónalega á mig?“ Og fullorðinsleg rödd anzaði: „Það er eitt- hvað sérkennilegt í augnaráði hans.“ „Gætuð þér haldið fram hjá manninum yðar með slíkum manni?“ „Hvaða, hvaða!“ sagði fullorðna röddin í geðshræringu. „Hvers konar spurning er þetta? Ég mundi yfirleitt aldrei vera manninum mín- um ótrú.“ „Ja, ótrú. Það er að visu stórt orð; og hvaða þýðingu hefur það, þegar allt kemur til alls. Segið þér mér hreinskilnislega, eruð þér hrifin af manninum yðar? Mér hefur aldrei fundizt neitt til um hann. Þér reiðist mér vonandi ekki, þótt ég segi hreinskilnislega það, sem ég meina?" „Nei, nei; en þetta er málefni, sem maður talar yfirleitt ekki um; ég tek eiginkonuhlut- verk mitt alvarlega." „Nana ....“ „Já, og aftur já. Ég mundi sökkva ofan í jörðina af blygðun, ef ég einhvern tíma lenti í hrösun. Hugsunin ein um að reynast mann- inum sínum ótrú, er mér hreinasta viður- styggð.“ „O, sú hugsun er nú ósköp mannleg, og kannski ekki sú versta." Eftir andartaks þögn sagði sama röddin glaðlega: „Og auk þess þekki ég mann, sem er vitlaus í yður.“ „Ég vil ekkert um það vita. Hver ætti það svo sem að vera? Sinitzin?" „Nei; það er ekki hnn.“ „Hver er það þá? Góða bezta, segið þér mér það.“ „Mukasejew!" „Uss, hann ...." „Afsakið, góða; en ég kann ekki við þennan tón! Hann er þó bráðmyndarlegur maður, með sterka skapgerð, og síður en svo í vandræðum með kvenfólk!" „Nei, og aftur nei. Ég vil hvorki heyra hann né sjá.“ „Hvers vegna ekki?“ „Ég held yfirleitt ekki fram hjá manninum mínum, og allra sízt með þessum Mukosejew." „Því þá það?“ ^ „Hann er á eftir hverjum kvenmanni. Það hlýtur að vera hræðilegt að elska slíkan mann.“ „Ef þér vilduð þýðast hann, yrði hann yður trúr.“ N „Nei, nei; auk þess er hann svo hrifinn af sjálfum sér, og slikir menn eru alltaf leiðin- legir.“ „Hvað segið þér? Þetta, sem er bráð vel gef- inn maður. í yðar sporum .... “ „Ég vil ekki heyra neitt um hann meira. Sá maður, sem er úti allar nætur og spilar og drekkur .... “ „Hvað á hann að gera? Hanga heima og góna upp í loftið? Hann, sem er á bezta aldri.“ „Á bezta aldri? Hlægilegt! Hárið á honum er farið að gisna ...“ „Þótt hann væri orðinn sköllóttur, gerði það ekkert til.“ „Nei, og aftur nei; ég gæti aldrei orðið skotin í svoleiðis fífli." „Er hann fífl? Hvers konar tal er þetta. Vitið þér yfirleitt hvað það er, að vera fífl?“ „Ég sagði, að hann væri fífl, og ég stend við það. Ef þér hefðuð séð nærfötin, sem hann er i .... Þau eru eins og af leikkonu .... svört silkinærföt. Það vantar bara á þau blúndurnar. Og svo haldið þér að hann sé ekki fífl.“ Nú snöggþögnuðu þær báðar og sögðu ekki meira til næstu brautarstöðvar. Þar fóru þær úr vagninum, án þess að hafa veitt mér at- hygli, þar sem ég sat í horninu og teygði mak- indalega úr mér. 16 ÚT V ARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.