Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Blaðsíða 18
. . • og að lokum Hverjir voru vinsælustu útvarpsmenn ársins 1952? Útvarpstíðindi efna nú til atkvæða- greiðslu meðal lesenda sinna um það, hvaða útvarpsmenn ársins 1952 nutu almennastra vinsælda á því herrans ári. Er nánar gert grein fyrir þessari skoð- anakönnun á sjálfum atkvæðaseðlinum, sem fylgir þessu hefti. Það er von okk- að, að þátttaka í þessari atkvæðagreiðslu verði sem almennust, því vafalaust hafa allir sínar ákveðnu skoðanir í þessum efnum. Erlendis fara slíkar atkvæða- greiðslur fram um hver áramót og njóta mikilla vinsælda. Að þessu sinni munum við ekki hafa þessa könnun yfirgripsmeiri en það, að aðeins er greitt atkvæði um fjóra á- kveðna dagskrárliði. En í framtíðinni hyggjum við að geta haft þessa könnun fjölbreyttari og væri okkur ljúft, að fá tillögur, sem flestra lesenda um, hvaða tilhögun þeir telji heppilegasta. Niðurstöður þessarar skoðanakönn- unar munum við birta í aprílhefti Út- varpstíðinda, og gæti þá svo farið, ef þátttaka verður almenn, að a. m. k. fjórum ákveðnum útvarpsmönnum finn- ist meira til um sig en áður, þegar þau úrslit verða birt. Við mælumst mjög ákveðið til þess við ykkur, sem áhuga hafið fyrir út- varpi, að þið takið þátt í þessari at- kvæðagreiðslu, ekki sízt vegna eftirlæt- ismanna ykkar við hljóðnemann. Og þótt þið í framtíðinni virðist eiga að fá nóg tækifæri til að neyta atkvæð- isréttar ykkar, bæði við alþingiskosn- Til leiðbeiningar við atkvœðagreiðsluna: I*essir sáu um ákveðið útvarpsefni: Óskalög sjúklinga: Björn R. Einarsson. Ingi- björg Þorbergs. íslcnzkt mál: Björn Sigfússon. Bjarni Vil- hjálmsson. Búnaðarþáttur: Gísli Kristjánsson. Djass þáttur: Jón Múli Árnason. Svavar Gests. Hæstaréttarmál: Hákon Guðmundsson. Undir ljúfum lögum: Carl Billich. Óskastundin: Ben. Gröndal. Heyrt og séð: Jónas Árnason. Skólaþáttur: Helgi Þorláksson. Sitt af hverju tagi: Pétur Pétursson. íþróttaþáttur: Sig. Sigurðsson. Gamlar minningar: Bjarni Böðvarsson. Hvcr veit: Sveinn Ásgeirsson. Útvarpssagan: Andrés Kristjánsson. Krist- mann Guðmundsson. Guðm. Hagalín. Hersteinn Pálsson. Helgi Hjörvar. Karl ísfeld. Ragnheiður Hafstein. Ragnar Jóhannesson. Hr. B. var að barma sér við G. vin sinn, yfir heimilisvandræðum sínum: „Mér er orðið ó- mögulegt að búa lengur með konunni minni. Nú heimtar hún að fá að hafa geit inni í svefnher- berginu." „Nú, jæja,“ sagði G. sefandi. „Ekki myndi ég setja það fyrir' mig. Hafðu bara gluggann op- inn.“ „Ertu vitlaus!" öskraði B. „Og hleypa öllum dúfunum mínum út.“ ingarnar í vor og svo í sambandi við héraðabönnin, þá vonum við, að þið teljið ekki síður þessa atkvæðagreiðslu Útvarpstíðinda ómaksins verða, og not- ið atkvæðaseðil blaðsins til að tjá hug ykkar til þeirra útvarpsmanna, er mesta ánægju veittu ykkur á s. 1. ári. 18 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.