Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 7
útvarpstíðindi 103 að fyrir bragðið verði auðveldara að fylgjast með sögu minni. Ég ^etla að segja hana aftur á bak, byrja á myndun yngstu berglaganna, því að hún er auðskildust. Þar höfum við sjálf verið áhorfendur. Síðan Verður að ráðast, hve langt hlust- endur mínir endast til að fylgjast nieð niður í djúp berglaganna og aftur í forneskjuna. En í hinu síð- asta af þessum erindum verður sag- an væntanlega rifjuð upp aftur í örstuttu ágripi í réttri tímaröð. Margar bergtegundir eru svo nijúkar eða lausar í sér nýmyndaðar, að reka og önnur graftól ganga auð- veldlega í þær. Slíkar ungar mynd- anir köllum við laus jarölög. Þau Þakja mikið af yfirborði landsins, en eru þó æði misþykk. Alls staðar ei* hörð klöpp undir og kemur í Ijós ef djúpt er grafið. Fyrst um sinn skulum við láta klöppina liggja milli hluta og beina athyglinni því betur að hinum lausu jarðlögum. Þau hafa myndazt ofan á klöppina og hljóta hví að vera yngri. Hin elstu lausu jarðlög, þau sem Jurtarætur geta smogið og fundið næringu í, köllum við jarðveg. Hann er gerður úr tvenns konar efni, ólíf- r®nu og lífrænu. Ólífrænu efnin eru steinmylsna, sem ýmist hefur veðr- azt upp úr klöppinni, sem undir ligg- Ur (og gægist raunar víða upp úr) , eða rignt niður sem öskufalli í eld- Sosum. Hvort tveggja steindustið hefur venjulega borizt langar leiðir Sem ryk í loftinu, áður en það féll til jarðar, staðnæmdizt í skjóli gróð- urbreiðunnar og varð bundið af gras- rÓtinni. Lífrænu efnin eru gróður- leifar, að mestu dauðar og á ýmsu rotnunarstigi. Jarðvegurinn verður ólíkur á þurr- lendi og votlendi. Á þurrlendi er bilið milli jarðagnanna ýmist fyllt lofti eða vatni (oftast þó með hvoru tveggja), og hann getur hlýnað all- verul'ega í heitu veðri. Þar eru því góð lífsskilyrði fyrir örsmáar líf- verur, gerla, sem lifa á dauðum plöntuhlutum og valda rotnun þeirra. Lífrænu leifarnar endast því ekki lengi. Þeirra gætir ekki að neinu ráði nema í efsta og yngsta laginu, grassverðinum. Þegar dýpra kemur niður eru því nær eingöngu ólífræn efni. Slíkan jarðveg köllum við mold. Hana þekkja allir, og ég ætla ekki að lýsa henni meir. Á votlendi, þar sem bilið milli jarðvegsagnanna er sífellt fyllt köldu vatni, þrífst aftur á móti lítið af rotnunargerlum, og sé votlendið gróið, getur svo farið, að rotnunin hafi ekki undan gróskunni. Jurt- irnar, sem falla á haustin, hlaðast þá upp lag á lag ofan og mynda jarðveg, sem er að mestu úr dauð- um lífrænum leifum. Efsta lagið er trefjótt og seigt af rótum lifandi jurta. Það köllum við torf. En dýpra niðri í mýrinni er allt efnið dautt og orðið morkið og meyrt. Það er kallað mór (um mestan hluta lands, en sums staðar svörður). Bæði mór og torf er vitaskuld mengað ólífrænu dusti, sem vindur og vatn bera út í mýrarnar. Báðar þessar helztu jarðvegsteg- undir, mold og mór, eru svo algengar um allar byggðir landsins, að engin þörf er að nefna staði til dæmis. Hvort tveggja myndast sem örast á okkar dögum. En þykkastur er jarð-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.