Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Side 8

Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Side 8
176 ÖTV ARPSTÍÐINDl gervingar (sjódýraleifar) í sumum þessara jarðmyndana, og þeir sanna ótvírætt, að þessar myndanir eru frá hinu fyrsta skeiði tertíertímans, en það nefnist eósen. I öllum löndunum, sem ég nefndi, nema Svalbarða finnst surtarbrandsflóran í millilögum blá- grýtismyndunar, nauðalíkrar þeirri, sem hér er á Austfjörðum og Vest- fjörðum. Og alls staðar nema á Is- landi og í Færeyjum kemur undir- staða blágrýtisins í ljós. Það hvílir þar á jarðlögum frá krítartímanum, sem er næsti jarðsögutími á undan tertíertímanum. Á Vestur-Grænlandi sjást glögg merki þess, að eldgosin, sem hlóðu upp basaltspilduna, hóf- ust (á sjávarbotni) alveg á mótum krítartímans og tertíertímans. — Af því sem nú er sagt, getum við haft fyrir satt, að hin elztu berglög hér á landi — a. m. k. upp fyrir elztu surtarbrandslögin — hafi myndazt á eósentímabilinu, sem var upphaf tertíertímans. Ég hef þegar getið um nokkrar blágrýtismyndanir (auk hinnar ís- lenzku) við norðanvert Atlantshaf og úti í því. Ég tel nú upp allar slíkar myndanir í röð frá suðaustri til norð- vesturs: Allstór spilda á Norður- Ir- landi; miklu víðáttu minni, en þykk- ir skikar í Suðureyjum við Skótland; Færeyjar; blágrýtismyndun Islands; Stór spilda á Austur-Grænlandi og önnur á Vestur-Grænlandi. Allar eru jafngamlar. Og eins og ég hef þeg- ar bent á um Island, er einnig ein- sætt um allar hinar, að þær hafa verið miklu víðáttumeiri, meðan á upphleðslu þeirra stóð. Breiður hryggur, sem liggur neðansjávar um þveran djúpál Atlantshafsins tengir þær allar saman. Af þessum ástæð- um er ekki ólíklega til getið, að allir þessir blágrýtisskikar hafi náð sam- an um skeið og myndað landbrú milli Bretlands og Grænlands, Island og Færeyjar séu leifar af henni, en hitt hafi stigið i sæ eða brotnað niður af sjávargangi. — Blágrýtismyndun ís- lands stendur ekki heldur óhögguð. Hún er víða brotin um þvert, spild- ur af henni hafa sigið eða aðrar geng- ið upp. Berglögin eru óvíða alveg lá- rétt, en hallar í ýmsar áttir. Lang- víðast hallar þeim inn í landið, líkt því sem miðmik þess hafi svignað niður undir þunga yngri bergmynd- ananna, sem þar hlóðust ofan á blá- grýtið og hylja það. Frá mótum tertímans og krítar- tímans teljast nú liðnar um 70 millj- ónir ára. Það ér aldur elztu jarð- myndana, sem finnast ofansjávar á Islandi. Ekki er neinn tími til að skýra, hvernig menn hafa farið að reikna aldur jarðsögutímabila á ára- milljónum. Þess skal aðeins geta, að aðferðin er ný og styðzt við rann- sókn á geislavirkum efnum í berg- tegundum. En um geislavirk efni er nú mikið rætt og ritað, síðan mönn- um tókst að vinna úr þeim kjarn- orku. — En 70 milljónir ára er stutt- ur tími, þegar hann er borinn saman við aldur sjálfrar jarðskorpunnar. Elztu bergmyndanir, sem hafa verið rannsakaðar með nýju aðferðinni, hafa reynzt 1700—1800 milljón ára gamlar, og þetta berg ber með sér, að þykk jarðskorpa var til áður en það myndaðist. Nú erum við stödd á leiðarenda — við upphaf Islands. Lengra skulum við ekki halda aftur í jarðsöguna. Þó að við gerðum svo, yrði tslands

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.