Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Page 13

Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Page 13
Otvarpstíðindi 181 Rita mælti: „Þá hefur ekki verið u® ást að ræða, ekki hina miklu ódauðlegu ást“. ,,Ef til vill ekki“, mælti hann. „Ég mai’g bað hana um að hugsa sig vel urn áður en hún brygðist mér. En hún fór eftir sínu höfði. „Svo hún sveik þig, en þú elskar hana ennþá þrátt fyrir það“, sagði Rita. ,,Nei, ég elska hana ekki, og ég get enga elskað. Ást mín er dáin og Þess vegna er ég orðinn gamall í anda“. „Ég skal vekja ást þína til lífsins“, raælti Rita. „Ást mín er sterkari en dauðinn!“ Hún vafði Charley örmum °g kyssti hann innilega, og hann endurgalt kossa hennar. Charley Ryan var að mála stórt raálverk. Það átti að heita „Djöfla- hellirinn". Þessi hellir fylltist með flóði, og það höfðu oft orðið slys í honum, og gengu margar sögur um bau manna á milli. Charley fór til hellisins hvern dag °g hafði Ritu með sér til leiðbein- Wigar, því hún var svo lcunnug um þessar slóðir. Hættuleg sker voru í riámunda við hellirinn. Á þessum ferðum hafði Rita orðið ástfanginn af Charley. Það var eitt siim er þau voru á heimleið frá hell- inum, er þau sáu er upp að bryggj- unni kom, hvar ókunn, glæsileg kona stóð á bryggjusporðinum. Hár henn- ar var á að sjá, sem gulli drifið. Konan horfði þunglyndislega á Charley og hún kallaði nafn hans. Hann svaraði ekki, en fölnaði, beit saman tönnunum, og hjálpaði Ritu npp úr bátnum. Konan ávarpaði hann aftur og sagði: „Charley, viltu ekki tala við mig?“ „Við eigum ekkert vantalað“, svar- aði hann. — „Þett er Rita Ncarlé, unnusta mín“. Ókunna konan átti bágt með að kæfa ópið, sem braust fram á varir henni. Hún sneri sér að Ritu og sagði: „Ég leyfi mér að óska ykkur til hamingju". Hún kinkaði kolli og flýtti sér burtu. Daginn eftir fór Charley ekki út að Djöflahellinum. Hann rölti víðs- vegar um, en þó einkum fram með sjónum. Dag nokkurn mætti Rita honum. Sú ljóshærða gekk við hlið hans. Þau sáu Ritu ekki, því að hún faldi sig bak við tré. Hún vildi rejma að heyra, hvað þau ræddu um. Hún heyrði Charley segja: „Nei, þú brást mér, Alice, þegar mér kom verst“. Stúlkan svaráði: „Ég hef tekið út mikla hegningu fyrir það. Hjónaband mitt var mjög óhamingjusamt. Og nú hefur dauðinn veitt mér skilnað við manninn, sem ég aldrei hefði átt að giftast“. Rita vildi ekki hlusta lengur á samtalið og fór heim. Charley bjó hjá foreldrum hennar, og þau voru hreykin af því. En þeim var ókunnugt um ást þá er dóttur þeirra bar til hins fræga málara. Þegar Charley kom heim, sat Rita ein og horfði í eldinn. Hún leit ótta- slegin á hann og sagði kvíðablandin, en hógværlega. „Þú elskar hana!“ „Ég get elcki að því gert“, sagði hann, „ég bjóst þó ekki við að svo færi“. Rita mælti með augun full af tár- um: „Ferð þú til hennar aftur?“

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.