Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Page 24

Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Page 24
192 ÚTVARPSTÍÐrJ'TDI l&fid&Ífi) VÉTURINN 1948 Gamall maður fyrir Norðan, Björn frá Gili, sendir eftirfarandi vísur um veturinn, sem var að líða. Veturinn hefur varist snjó, vafinn geisla rúnum. Frá nýári til Þorra þó þungum hleypti brúnum. Þorri stundum þunglyndur, þóttu margir segja. Gjörðist nú svo góðlyndur, glöð sem yngismeyja. Engan betri brúðarkoss birtir nokkur saga. Góa hefur gefið oss gleðiríka daga. Einmánaðar köld var kinn klaka herti sporið. Er nú liðinn uppgefinn. Yfir hann breiðist vorið. PÁLL ISÓLFSSON Dalbúi sendir eftirfarandi vísu til Páls tsólfssonar. Yndis stunda væri von og vetrar styttist gríma ef að doktor ísólfsson ætti næsta tíma. DAGSKRÁIN Sama hlustenda datt þessi vísa í hug þegar honum bárust Útvarpstíðindi fyrr en vænta mátti. tlt er komin útvarpsskrá, á undan tíma settum. Ég held að megi hlusta þá á hjal að loknum fréttum. KVEÐJA TIL OLGU HJARTAR Gísli Vagnsson sendir eftirfarandi ljóo með þökk fyrir sönginn í barnatímanum á annan páskadag síðastliðinn. Olga Hjartar, Olga! þú átt að syngja ljóð, það svæfir mínar sorgir, þín söngrödd er svo góð. Ég blessa hverja bylgju, sem berst frá vörum þér, í töfrum djúpra tóna — og tileinka þær mér. 0, syngdu mig í svefninn, þá sofna ég svo rótt; og dreymir fagra drauma, hve dýrðleg er sú nótt! Olga Hjartar, Olga! þú ert svo mild og góð. í öllum „óskalögum" þú átt að syngja ljóð. Happdrætti Háskóla ísiands Dregið verður í 5. flokki 10. maí. — Dregnir verða út 400 vinning- ar. Að upphæð 138.500 krónur. Hæsti vinningur 15 þús. lcrónur. Dragið ekki að endurnýja. * Happdrætti Háskólans

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.