Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 35
33
að málefnin verða mönnum ávalt kærari, eftir því
sem þeir legg'ja meiri vinnu í að framkvæma þau og
hu gsa meira um þau. Jeg- þori að fullyrða, að við
vjelstjórar höfum mjög góð skilyrði til þess að
gjöra okkar fjelag svo úr garði, að það verði öðrum
fjelögum hjer í bæ til fyrirmyndar. Stjett okkar
stendur vel að vígi, og væri okkur þetta í lófa lagið,
ef ekki skorti víðsýni og fórnfýsi. Við megum ekki
einblína á það, að við, sem nú lifum og erum vel
niiðaldra, getum naumast notið mikilla ávaxta af
þessari starfsemi, heldur næsta kynslóð og þær, sem
á eftir koma. Vinnugleðin ein verður að nægja okk-
Ur. Og því ekki að búa í haginn fyrir þá, sem taka
við næst?
Sleppum umfram alt þeirri eigingirnishugsjón,
sem svo víða hefir vottað fyrir í íslensku þjóðlífi,
og valdið því, að óvíða hefir verið tjaldað nema til
einnar nætur. Menn hirtu ekki um að hressa við kof-
ana, sem þeir bjuggu í, þó nóg efni væru til. „Þeir
lafa, á meðan jeg þarf á þeim að halda; sá, sem á
eftir mjer kemur, verður að sjá um sig“. Þannig
hugsuðu menn og hugsa enn alt of víða. En þeir,
sem svona hugsa, gæta þess ekki, að þeir grotna
sjálfir niður fyrir tímann með kofunum sínum, lík-
amlega og engu síður andlega. Þessa hugsun verð-
um við að lítiloka; hún á ekki heima í fjelagshfi nú-
tímans. Fjelagslífið getur ekki eflst, nema þar ráði
betri og frjórri hugsjónir. Við fjelagar erum altaf
að byggja fyrir ókomna tímann, kynslóðirnar, sem
eiga að taka við eftir okkar dag. Ætti okkur því að
vera það metnaðarmál, að byggingin yrði sem
3