Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Qupperneq 43
41
vallaðan atvinnuveg og sjávarútvegurinn ísl. er,
geta auðveldlega komið fyrir þau tímabil, að at-
vinnuþurð verði. Við því mega fátækir menn ekki
og þurfa þá á styrk að halda í bili. Svona vinnuleys-
issjóð mætti mynda á þann hátt að leggja honum
einhvern hluta af því gjaldi, sem nú rennur í styrkt-
arsjóð. Þegar hann svo næði ákveðinni upphæð, mætti
veita úr honum lán eða styrk til þeirra, sem ekki
hafa atvinnu og eru illa staddir fjárhagslega. Fje
það, sem svona væri lánað eða látið af hendi og ekki
endurgreiddist, mætti svo innheimta eftir á með
aukagjaldi á alla meðlimi, sem atvinnu hafa. Væri
því og dreift á fleiri ár en eitt eftir stærð upphæðar-
innar og gjaldþoli meðlimanna. En þess yrði jafnan
að gæta, að fje væri til í sjóðnum.
Þetta er aðeins hugmynd til athugunar. Má vera,
að vjelstjórunum geðjist hún ekki.
Þá er stórnauðsynlegt að koma á betra sambandi
við meðlimina, til þess að fjelagsstjórnin eða aðrir,
sem til þess voru kjörnir, geti ávalt vitað um, hverj-
ir eru atvinnulausir, og þar með fengið betri skil-
yrði til þess að ljetta þeim aðgang að vinnu, þar sem
hana er að fá. Mætti fljótlega koma þessu á rekspöl,
ef fjelagið kæmi sjer upp skrifstofu.
Verkefnin eru óþrjótandi og samstarf á sem
flestum sviðum er fj elagsskapnum nauðsynlegt til
þroska. Því miður getum við ekki enn þá bygt á
þeirri staðreynd, að „margar hendur vinna Ijett
verk“, en það verður með tímanum, ef við tökurn
höndum saman um að efla stjettina og þroska. Með-