Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Side 46
44
einu sinni nöfn stjómendanna. Menn verða að vera
kunnugir þeim fjelögum, sem eru með og á móti, og
eigi síður þeim, sem forustuna hafa. Það er og forýn
nauðsyn, að hver meðlimur viti um, hvaða málefnum
sjerstaklega er unnið að, og afstöðu fjelagsins til
þeirra.
Til þess að geta uppfylt þessar skyldur sínar,
verður vitanlega hver meðhmur að fylgjast nákvæm-
lega og reglulega með öllum tilkynningum og skýrsl-
um, sem fjelagið gefur út. Sjerstaklega er átt hjer
við blaðið „Der Schiffsingenieur",1) að það sje ekki
látið ónotað, heldur lesið með skilningi og áhuga.
Og þó að þess verði eigi krafist, að allar tilkynn-
ingar eða greinar geti vakið sama áhuga eða eftir-
tekt, þá finnur sjerhver meðlimur þar eitthvað, sem
er honum til gagns.
En fjelagar ættu ekki að bíða þess, að fjelags-
stjórnin leggi eitthvað fyrir þá. Nei, þeir ættu sjálf-
ir að eiga frumkvæðið og tilkynna skrifstofu fje-
lagsins markverða viðburði, svo og reynslu sína og
annað, sem athyglisvert er. Einungis eftir þesskon-
ar vitneskju úr daglega lífinu getur fjelagsstjórnin
dæmt um ástandið og eftir því tekið ákvarðanir
sínar.
Það er áhugamál sjerhvers fjelaga að V. D. S.2)
stækki og eflist, því stjett vinnuþeganna getur því
aðeins haft von um árangur, að hún sje öll samein-
uð. Af þessari ástæðu hvílir sú skylda á herðum
]) Mónaðarrit.
2) „Verband Deutscher Schiffsingenieure".