Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 93
91
raunir til endurbóta á báðum þessum aðferðum.
Jafnvel áríð 1802 smíðaði Englendingoir nokkur, er
Shorter hjet, flutningaskip og kallaði það „Dun-
caster“. Gekk það eftir ánni Thames fyrir gufuafli
og skrúfu. Árið 1804 smíðaði og Oberst Stewens í
í New Vork lítið skip með skrúfu, sem vann mjög
vel.
Stærð skrúfunnar er mjög þýðingarmikið atriði og
gei’ð hennar eigi síður; verður hvorttveggja að vera
miðað við stærð skipsins, og hefir reynslan kent
mönnum að finna hlutföllin þar á milli. Ástæðan til
þess, að svo langur tími leið, þangað til skipsskrúfan
náði fullri viðurkenningu, er sennilega sú, að menn
höfðu svo litla reynslu í að ákveða stærð hennar,
framtak og hraða í hlutfalli við gerð skipsins, stærð
og þann hraða, sem óskað var. Nú hafa skipa-
smiðir injög áreiðanlegar reglur til þess að fara eftir
í þessu efni, reglur, sem fundist hafa með tilraun-
um. Margt er það, sem taka þarf til greina á þessu
sviði, enda er gerð og smíði skipsskrúfunnar mjög
vandasamt verk.
Til leiðbeiningar má nota þá aðferð, að reikna
flatarmál hringsins, sem endar skrúfublaðanna
mynda, er þeir snúast, ákveðinn %, þ. e. hundraðs-
hluta af flatarmáli þverskurðar af þeim hluta skips-
ins, sem er niðri í sjónum, miðskipa. En stærð þess
hundraðshluta er erfiðast að ákveða, því hann er
breytilegur eftir gerð skipsins.
Flatarmál skrúfuhringsins má þó finna eftir þess-
ari reglu: Ai = a X f-
At er hjer flatarmál skrúfuhr. í fermetrum, a er