Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Side 101
99
uð til farþegaflutninga. 170 skip, samtals 830000
smál. voru ætluð til vöruflutninga, en 14 skip, sam-
tals 50000 smál., bæði til vöru- og farþegaflutninga,
og 127 skip, samtals 925000 smál., til olíuflutninga.
14000 smál. hafa þá verið önnur skip, ýmisskonar.
Af þessu má sjá, að mest er notað af Dieselvjela-
skipum til olíu- og vöruflutninga; þetta stafar mikið
af því, að Dieselvjelaskipin eru yfirleitt hraðskreið-
ari og þessvegna betur fallin til þess að leigja þau
út, og svo taka vjelar og eldsneyti minna rúm í
skipinu, svo leigjandinn getur flutt meiri vörur með
jafn stóru skipi; verður farmgjaldið af þeim ástæð-
um ódýrara með Dieselvjelaskipi en eimskipi. Auk
þess þarf færra fólk á stór Dieselvjelaskip en eim-
skip, og í mörgum löndum, þar sem skip eru helst
tekin á leigu, er olía ódýrari en kol; þar við bætist
svo það, að Dieselvjelaskipin eru alt að því þriðj-
ungi sparneytnari á alt, bæði eldsneyti og annað.
Það eru því engin undur, þótt þau eimskipaf jelög,
sem eiga skip eingöngu til þess að leigja þau út,
sjeu að fækka eimskipum, en fjölga Dieselvjelskip-
um.
Það er hægt að segja, að Dieselvjelaskip sjeu nú
byggð nær því um allan heim, og sýna eftirfarandi
tölur smálestafjölda skipa þeirra, sem byggð voru í
nokkurum löndum síðastliðið ár.
Auðvitað er England hæst; þar voru byggð 45
Dieselvjelaskip, samtals 420485 smál.; svo kemur
Þýskaland með 20 skip, samt. 154800 smál., Svíþjóð
með 23 skip, samtals 115200 smál., Danmörk með 20
skip, samtals 104000 smál., þá Bandaríkin í Ameríku
V